þriðjudagur, 14. október 2008

Grá-sleppa

Í gær var ég ánægð sem fyrr með það væri kominn mánudagur. Parísardaman kíkti við hjá mér og sagði: Sko! Það er alveg til jákvætt fólk á Íslandi. Ég vissi það. En hugsanlega var það nú líka vegna þess ég sagðist hlakka til fleiri daga, en svo virðist sem afar fáum hlakki yfirhöfuð til þessa dagana.

Í fyrra skiptið sem ég bjó gal-ein upplifði ég fjárhagslega krísu, sem varð til þess ég fékk ógeð af endalausu pasta með smjöri, en var um leið hin ágætasta peninga-lexía, sér í lagi þegar krísunni var lokið. Ég hef aldrei verið há-launamanneskja eða átt sjóð af neinu peningalegu tagi. Ég hef engu að síður plumað mig alveg hreint ágætlega, ekki síst fyrir það að ég hef lært og tekst oftar en áður að temja skap mitt, og tamið mér að líta frekar í átt til já-kvæðni en nei-kvæðni. Þess fyrir utan er ég afskaplega einföld sála. Þrátt fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir, geri ég passlega ráð fyrir að halda áfram að draga andann. Nú, og ef ekki, þá er ég væntanlega bara dauð.


Ég er líka að gera svo skemmtilega hluti, t.d. að læra söng og knúsa gamlann ístrubelg. Glætan að ég ætli að eyða tíma mínum í svartsýni, sér í lagi á þessum síðustu og verstu. Ef ég þarf að borða pasta með smjöri aftur, þá bara andskotans borða ég pasta með smjöri aftur – punktur - .


En takk fyrir komentið Parísardama, mér þykir vænt um það.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekki hægt að vera svartsýnn á meðan maður syngur eða knúsar svo þú ert í góðum málum. Svo er líka knúsvika núna sbr. http://sigurros.betra.is/
Kær kveðja,

Nafnlaus sagði...

Ekkert að þakka, mín var ánægjan. Mér finnst ég stundum eins og ég eigi að koma og vera við sjúkrabeð íslensku þjóðarinnar og því gerir það mér mjög gott að sjá að það liggja ekki allir og stara brostnum augum út í loftið þó að lestur mbl og ruv gæti leitt til þeirrar ályktunar.