mánudagur, 20. október 2008

SBAN

Á mínum vinnustað gengur síðasti geirfuglinn laus, með hálfa skúringafötu á höfðinu, latex-hanska á höndum og fulla vasa af skrúflyklum.

Suma daga smyr ég þykkara lagi af Camparí-sultu á ristaða brauðið mitt með kaffinu.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég nota nú ekki sultu á ristaða brauðið en ég ætla að taka upp þann sið að þar sem ég fæ mér ost á ristaða brauðið (franskbrauð náttúrulega) þá verð ég að fá rauðvín með...... franska stemmingin - brauð, ostur og rauðvín uummmmm kossar og knús B.

G. Pétur sagði...

B hefur nú greinilega ekki smakkað Campari-sultuna:-)

Nafnlaus sagði...

g.pési bara það að hún skuli bera nafnið campari er nóg fyrir mig og vera svo sulta í þokkabót þetta hljómar eins og súkkulaðikaka með þeyttum rjóma...ulla-bjakk kossar og knús B.

G. Pétur sagði...

Oh, kannt nú bara ekki gott að meta :-(

Frú Sigurbjörg sagði...

Hún kann að meta rauðhærða menn; )

Nafnlaus sagði...

og gott viskí en hefur bara aldrei verið boðið það :O(

Nafnlaus sagði...

og gott viskí en hefur bara aldrei verið boðið það :O(

G. Pétur sagði...

Tvísár yfir skorti á viskýboði!! Úff. En var ekki bónorð nóg? En ég á nú reyndar enn viský í leðurlíki, reyndar bara 12 ára ekki 18, en ég geymi nú einn eða tvo sopa handa B.

Unknown sagði...

Við sem kunnum best að meta kjósum rautt rauðvín fram yfir rauðhærða karlmenn. Og munið að yngir menn þora að bera bónorð fram alls gáðir og sem meira er fara alla leið upp að altarinu.

Skål Mergrethe Sæmundssen

Frú Sigurbjörg sagði...

Bogga, nú reynir á það hvort Pétur bjóði þér upp á viský - B gæti jú líka staðið fyrir Björn..

Margrethe, það er löngu ljóst að hinn kornungi eiginmaður þinn er ofurhugi, þar sem ekkert virðist geta hrakið hann úr fjölskyldunni -skál!

Annars ágætt að enginn sýni síðasta geirfuglinum hinn minnsta áhuga, hann er nebblega vel varðveitt leyndarmál.