fimmtudagur, 2. október 2008

Konungur

Sá Norðurljós í gærkveldi er ég skondraðist á milli í Norðurmýrinni. Stór og björt í rokinu og reglulega falleg. Glöddu mitt litla hjarta ásamt kuldanum í bollu-kinnunum mínum. Þrátt fyrir mér leiðist stöðugt kaldir puttar og tær, þá finnst mér veturinn skemmtilegur.

Ég býð spennt eftir snjókomu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jæja lilla siss.... þér varð að ósk þinni og þú þarft ekki að bíða lengur því í þessum skrifuðu orðum er orðið alhvít jörð meðan það bráðskemmtilega sjónvarpsefni eldhúsdagsumræður malla í kassanum.... það er alltaf gaman af fyrstu snjókomu ársins :O) kossar og knús B.

TAP sagði...

Snjókoma! :)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég kvíði Chicago kuldanum og vetrinum þegar frostið fer niður í 20-...ojojojojoj.