fimmtudagur, 30. október 2008

Ástríður Paestoa

Myndarlegi maðurinn færði mér þessa bók að gjöf í gær



Tæpar 500 bls fullar af fróðleik um Ítalíu, hráefni, matarhefðir og uppskriftir. Ég virkaði svöl á yfirborðinu en tísti af gleði inní mér. Get ekki beðið eftir að skoða hana betur og prófa uppskriftirnar. Fyrir svo utan hvað það er endalaust svalt hún skuli vera P-P-P.
Ég fékk líka gamlann magnara, aðstoð við eldamennskuna, drakk Líbanskt hvítvín og faðmaði mjúka ístru.

Í dag reyni ég að ákveða hvort ég eigi að skipta um komenta-kerfi. Mér finnst halóskanið með skemmtilegra umhverfi, en við breytinguna týni ég þeim komentum sem þegar eru komin.

Já, krepputímar eru erfiðir...

Engin ummæli: