föstudagur, 3. október 2008

Verði snjór

Í gær beið ég spennt eftir snjókomu.
Í dag bíð ég spennt eftir góðum breytingum í efnahagslífinu.

Ætli ég þurfi að slá saman hælunum um leið...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ja ef þú hefur slegið saman hælum í gær í eftirvæntingunni eftir snjónum þá sakar kannski ekki að reyna hvað efnahagslífið varðar..... aldrei að vita nema það virki :O) kossar og knús B.

Frú Sigurbjörg sagði...

Það nebbla dugði einfaldlega að óska mér í gær, grunar það gæti reynst erfiðara með efnahagslífið..

Nafnlaus sagði...

Það hlýtur alla vega að fara betur með sálartetrið að horfa út og sjá allt hvítt, heldur en ef það væri allt dimmt og svart.
Horfum fram á við og trúum að allt fari vel, en eyðileggjum ekki líf okkar með svartsýni og áhyggjum fyrirfram. Ástandið er dökkt eins og veðrið er stundum dökkt en svo birtir. Trúum því. Okkur líður alla vega betur á meðan.