fimmtudagur, 16. október 2008

Áhyggjur

Til að fyrirbyggja allann misskilning, þá er kæró-lumman hvorki of seig undir tönn né orðinn verulega þreytandi. Ég var með áhyggjur af því að kjéllingin í kæró-lummunni myndi taka öll völd. Ég sá það fyrir mér hún myndi skellihlægja og klappa saman lófunum yfir öllum kreppu-áhyggjunum sem hann nú gæti velt sér upp úr. En kæró-lumman hefur það bara fínt. Fyrir utan heilbrigðu og vel gefnu afkvæmin sem hann á, fékk hann happdrættisvinning sem skiptir nokkrum þúsund-köllum í svo gott sem ónýtri krónu, á fulla skápa af dósamat, myndarlegann forða í líki ístru, svo ekki sé nú minnst á hann á jú mig sem kærustu.

Ég er því hætt að hafa áhyggjur af því hann hafi áhyggjur. Sem er ágætt, ég var ekki að nenna því hvort eð er.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og Jóhanna' er að hætta
og hætta við að hætta
og hætta við að hætta við að hætta

Unknown sagði...

Mundu að maður verður líka gamall fyrir aldur fram að hafa áhyggjur. Og ég er ekki viss um að kæró-lumman megi við því.
Haldu því áfram að taka stóru systur þér til fyrimyndar enda er heimasíðan mín uppfull a fgóðum ráðum í kreppunni.

Hilsen