þriðjudagur, 14. október 2008

Ég

Það var svo fallegt að labba í vinnuna; dimman var svo notaleg, prjónapeysan frá mömmu var svo hlý, stöku hálkusvæði til að renna til í, Gonna Sing You My Lovesong & Move On í eyrunum, og búið að kveikja aftur á ljósunum í trénu í Barmahlíðinni sem lýstu svo fallega allann síðasta vetur. Nú sit ég með afganginn af kuldaroðanum í kinnum og á nefinu og hugsa bara; ah!

En jæja, best að hella upp á kaffi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo styttist óðum í að jólaljós kvikni í hverjum garði og ekki verður leiðinlegt að ganga þá.
Eigðu góðan dag.
Kær kveðja,

G. Pétur sagði...

Var kaffið ekki gott?

Frú Sigurbjörg sagði...

Ó hvað mig hlakkar til að sjá öll jólaljósin! Og þegar fer að frysta svo maður verði nú almennilega með frost-rauð-bitið-nef! Þá verður kaffibolli morgunsins jafnvel enn betri!

Nafnlaus sagði...

svo er litla fólkið svo sætt dúðað í kuldagalla og tilheyrandi með rauðan nebbaling og eplakinnar og einnig smá sanddkorn í munnvikunum....en ég held að það hafi verið ástæða þess að hún bidda litla endaði með 40stiga hita um helgina og missir því úr leikskólanum í byrjun vikunnar :O( en hún er öll að koma til. kossar og knús B.