mánudagur, 1. september 2008

LGL

Ég var einu sinni spurð að því hver væri uppáhalds ofurhetjan mín. Ég var ekki lengi að hugsa mig um og svaraði; pabbi minn.
Ástæðan er einföld - pabbi minn hefur alltaf gert allt sem hann getur fyrir mig. Hann leyfir manni alltaf að bleyta mola í kaffinu sínu, skríða uppí á morgnana til að kúra, hjálpar manni að flytja, þurkar manni í framan með tóbaksklút ef maður grenjar, gerir við þvottavélina manns og er óspar á faðmlög. Svo hefur hann líka gaman af því að syngja Gunna var í sinni sveit þegar hann rakar sig. Það besta er að þó ég stækki er ég enn þá litla stelpan hans.

Í dag á pabbi minn afmæli – og hann er enn uppáhalds ofurhetjan mín.


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með hann pabba þinn. Það er dýrmætt að eiga góðan pabba. Það þekkti ég af eigin raun, því ég átti einn slíkan.
Með kveðju,

Nafnlaus sagði...

Til hammó með pabba þinn..
Alltaf gott að eiga góðan pabba.. og góða að ef út í það er farið :)
Knúsíkremju á þig og þína
´
Túttukveðjur

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk fyrir kveðjurnar - ég er sannarlega lánsöm með þennann pabba í farteskinu: )

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Til hamingju með að eiga hann pabba þinn og til hamingju með afmælið honum til handa. Svona pabbar eru langbestir-ekki spurning:)