miðvikudagur, 24. september 2008

Lúða

Var heima í gær. Eina gáfulega sem ég gerði var að gefa kattar-ræskninu túnfisk. Honum virtist líða vel.







Í morgun beið mín svo stráheilt músar-rahgat fyrir utan svefnherbergisdyrnar. Að öllum líkindum hefur hjartað svikið hana og hún í kjölfarið gefið upp öndina. Kæmi mér þó ekki á óvart ef kattar-skömmin hefur komið þar við sögu.

En – ég átti þetta skilið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið gríðarlega er kötturinn fallegur og líður greinilega vel eftir túnfiskátið. Furðulegt að við skyldum báðar fá svona gjöf á sama tíma.
Kær kveðja
Þórunn

Nafnlaus sagði...

hva heimtar hann læri í matinn næst?? ég skil ekkert í honum að úrbeina ekki fyrir þig eins og keli átti til hehehe.... kossar og knús B.

Frú Sigurbjörg sagði...

Já Þórun, það var skemmtileg tilviljun: )
Honum líkaði túnfiskurinn greinilega vel því þegar ég kom heim eftir vinnu, hljóp hann beinustu leið að disknum og mjálmaði eins og hann ætti lífið að leysa - enda enginn túnfiskur úr dós þið skiljið, heldur eðal túnfisk afgangur frá Pétri: D
Nei Bogga mín, sem betur fer var greyið í heilu lagi, fyrir utann dauðann þ.e.a.s. Sem betur fer gerir kvikindið þetta örsjaldan.