mánudagur, 15. september 2008

Hreinlega

þoli ekki þegar þetta gerist u.þ.b. – akkúrat – nákvæmlega þegar ég er við það að pressa mér fulla könnu af rjúkandi kaffi!



Kann samt ágætlega við Mánudaga.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ,æ, er þetta ekki týpiskt þegar þörfin fyrir kaffi er mest?
Ég sendi þér góðar kveðjur Katla mín og vona að þú eigir eftir að fá mikið og gott kaffi í dag.

Nafnlaus sagði...

Úbbosí..
Kansi merki um að hætta að drekka kaffi :) ??? heheeh

njóttu dagsins esskan :)

Nafnlaus sagði...

ekki segja mér að þetta sé gamla kannan mín?? en hún var orðin obbolítið slitin.... kossar og knús B

Nafnlaus sagði...

hehe bara fúlt, mæli með svona senseo kaffivél, þær eru bara snilld ;) Annars er ansi góð myndin á neðri færslu, ekki klikkar íslenska náttúran ;)
Bestu kveðjur úr sveitinni
Kveðja Inga Linda

Nafnlaus sagði...

Tek undir þetta með Senseo kaffivélina. Algjör snilld og kaffið svo rosalega gott (Dark Roast) Besta fjárfesting sem ég hef gert.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

ég hefði farið að gráta

Frú Sigurbjörg sagði...

Bogga mín, ekki ertu að tala um bölv. garminn sem þú varst með á Ísafirði, sem puðraði fullri könnu um hálft eldhúsið og sendi sjóðheita kaffikorgs-slummu á vinstri framhandlegginn á mér, mér til sællar minninga??
Piff nei - þetta er sko ekki hún!!
Kaffikvörnin þín hins vegar er í miklum metum hjá mér og á sinn heiðurssess í eldhúsinu mínu: )

Ég sé nú ekki fram á að hætta að drekka kaffi fyrst ég byrjaði á sínum tíma, hins vegar get ég ekki neitað að það er fyrsti kaffibollinn að morgni sem er svo laaangbestur og þeir mættu vera færri yfir daginn..