föstudagur, 19. september 2008

Ótrúlegt!

Var ágætlega undir-búin fyrir tímann með undir-leikaranum mínum. Kórtíminn á eftir var skemmtilegur. Hjásvæfan mín var yndislegur eins og hann á að sér að vera, og eldaði fyrir mig kvöldmat þegar skólinn var búinn. Ég nennti þó ekki að skrölta með honum á Ölið að hitta Ara frænda. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar, tók með mér rauðvín og bók í rúmið og hrúgaði öllum 3 koddunum undir hausinn á mér. Eftir 2 rauðvínssopa og u.þ.b. heila málssgrein var ég sofnuð.

Þau sem þekkja mig vita, að orðatiltækið allt er vænt sem vel er rautt hentar mér prýðisvel. Ekkert skrýtið í sjálfu sér að hjásvæfunni hafi brugðið við þessa sjón í morgunsárið.


5 ummæli:

G. Pétur sagði...

Ótrúlegt!!! Ótrúlegt!!!

Frú Sigurbjörg sagði...

Þú ert samt alveg farinn að trúa þessu, er það ekki..

G. Pétur sagði...

Ég tók ekki eftir því að þú færir í morgunsárið að fylla glasið. Þannig að verð ég ekki að trúa mínum eigin augum?

Frú Sigurbjörg sagði...

Þrátt fyrir að hafa hálf-hrópað upp yfir þig; ég trú'ess'ekki í morgun, þá neyðistu víst samt til þess minn kæri.
Þú vonandi neyðir mig samt ekki til að klára á eftir..

Nafnlaus sagði...

Gengurðu nokkuð í svefni? Það gæti líka verið afsökun, ha,ha.Þú notar hana næst.
Kær kveðja,
P.S. Þú gleymir nú ekki klukkinu.