fimmtudagur, 25. september 2008

Kæri kæró

Ég er orðin kærasta.
Gerðist í gær.
Bíð spennt eftir skúffu.

11 ummæli:

G. Pétur sagði...

Úff, ég áttaði mig ekki alveg á þessu!!! En ég verð hreinlega að fara í IKEA og kaupa skúffu, því ég á engar. En ég á hillu, dugar það??

Frú Sigurbjörg sagði...

Já, það er svona þegar maður byrjar að þvaðra um þetta kærasta/kærustu-thingí - þá þarf að taka afleiðingunum; )
Hilla segiru...

Nafnlaus sagði...

Til hamingju! Verður veisla?

Frú Sigurbjörg sagði...

Jah, þetta er vissulega tilefni til veisluhalda ha?! Hvenær ertu laus Kalli minn?

Nafnlaus sagði...

Ef ég skil þig rétt þá óska ég ykkur báðum innilega til hamingju -Gerði fiskisúpan um daginn nokkuð útslagið??? :)
Kær kveðja,

Nafnlaus sagði...

til hamingju krúsirúsínubollurnar mínar.... fékk hann sér of mikið af góða vískíinu þessu sem hann hellti í BGSB forðum daga?? gerir maðurinn sér ekki grein fyrir að svo þegar þú ert komin með skúffu er hætta á að hún leki út í nærliggjandi umhverfi :O) en það er nú bara jákvæð hliðarverkun á málinu kossar og knús B.

Nafnlaus sagði...

Velkominn í hóp okkar heiðvirðra kvenna Sigurbjörg mín! ;) Ég varð samt á undan þér! :þ

Ameríkufari segir fréttir sagði...

..og ég vil fá mér kærustu sem allra allra fyrst..:) til hamingju með hamingjuna og manninn sem fylgir henni.

Nafnlaus sagði...

Til hammó með kæróinn mín kæra Katla.. ;)
Og hann auðvitað með þig.. :) Og þar sem að þú ert bestasti kvenkostur sem hægt er að finna að þá finnst mér fyrir þína hönd að skápur sé algjört lágmark og myndi sko ekki sætta mig við neina skúffu né hilluræfil :)

Eigiði annars góða helgi..

Unknown sagði...

Ég er bara ánægð með að Pétur átti sig á að konur er ekki eitthvað sem er hægt að leggja á hilluna heldur þurfi skúffu til að loka þær niðri í.

Frú Sigurbjörg sagði...

Kæra sæta fólk - takk fyrir kveðjurnar! Bara til að fyrirbyggja allann misskilning: ég er ekki ófrísk af rauðhærðum þríburum með gleraugu sem eiga að heita Gíslína, Eiríka & Helga!