þriðjudagur, 31. janúar 2012

Janúarjarm

Er ekki sérlega gefin fyrir að elda kjöt í óratíma. Nema þá helst súpukjöt


Með kartöflum, baunum, túrmerik, sterkri papriku og Tyrklands myntu



Tókst að brenna nokkrar baunir í botninum. Þó er ég gefin fyrir baunir.

5 ummæli:

Lífið í Árborg sagði...

Þessi uppskrift hljómar vel, held að ég verði að prófa hana.

Íris sagði...

mmmmm hljómar vel og lítur ákaflega girnilega út.

Ragna sagði...

Tilfellið er að súpukjötið er alltaf svo gott. Þetta lítur mjög girnilega út hjá þér. Eru þetta venjulegu gulu baunirnar - ég kann nefnilega ekkert á baunir í mat. Ég sé bara að þetta muni vera nammi.

Hildigunnur sagði...

sko sumt kjöt bara þarf að eldast lengi til að vera ætt - fyrirbærið "grillleggir" um lambaleggi er með því fáránlegra... spurning um nýtni á sláturgripnum. Prófað annars osso buco eins og hér: http://brallibauk.blogspot.com/2007/11/osso-buco.html ? :D

Frú Sigurbjörg sagði...

Ragna, þetta eru kjúklingabaunir sem ég keypti í dós til að sleppa við að leggja þær í bleyti yfir nótt. Baunir eru herramannsmatur, flestar alltjént. Aftansöngur fyrir suma : )

Takk fyrir brallið Hildigunnur, ég á enn til af súpukjötinu góða í frysti. Aumingja það fólk sem reynt hefur að grilla supukjöt og leggja sér til munns. Ég man enn eftir því þegar ég sá þetta fyrst í kjötborðinu í Nóatúni; súpukjöt sem grillleggir, með 3 l-um!