Fór í góðan göngutúr í dag með þeim myndarlega í hálku og bleytu. Ætluðum á listasafn en stungum okkur þess í stað inn í Kolaportið, sem í sjálfu sér mætti kalla safn. Muna-safn. Sá bók eftir einn af uppáhaldshöfundum mínum. Taldi mig eiga gripinn og skildi hana því eftir. Fór heim með kött. Tilgangslausan kött sem trónir sperrtur með fuglum, múmínálfum, hjörtum og stúlkunni hennar mömmuÞarf að fara aftur á muna-safnið á morgun. Vantar nefninlega bókina.
Ætla að skilja köttinn eftir heima.
4 ummæli:
Ég hef alltaf orðið dálítið áttavilt á Muna-safninu, en það er kannski bara af því að ég er "sveitastelpa" :) Gleymi að skoða munina af því að ég er svo upptekin af þessari villu minni en flottur kisi og myndin af stúlkunni finnst mér dásamleg
Æi það er orðið of langt síðan ég hef komið í Kolaportið.
Mér finnst þetta flott safn mín kæra. Gulla Hestnes
Ég leyfi mér bara að vera týnd í óreiðunni í Kolaportinu. Alveg þar til ég þarf að komast aftur út. Sem var reyndar það sem ég upplifði í dag, VARÐ að komast út áður en ég keypti fleiri bækur...
Skrifa ummæli