Talandi um iðnaðarsalt
þá er ég búin að
- drekka kaffi í rúminu yfir bókalestri
- taka niður jólaskrautið
- setja í þvottavél í fyrsta skipti síðan í fyrra
- kaupa diska í nýja matarstellið
- fá gefins ferkantað jarðarberjajelló
- sofna yfir sjónvarpinu
- baka bananabrauð með berjum
- tala töluvert um brjóst og sílikon við þann myndarlega
- fá mér miðdegisverð á Gráa Kettinum
- máta fallega kjóla á helmingsafslætti sem reyndust allir of stórir
- gramsa í Kolaportsdóti og kaupa fleiri bækur
- skrá mig í þrjá kúrsa
- elda mat án þess að leiða hugann að iðnaðarsalti
4 ummæli:
ok þú hlýtur að eiga mikið af fötum fyrst þú hefur ekki þvegið af þér síðan í fyrra...eða þá þú ert að mygla í fötunum....ég þarf ekki einu sinni að kveikja á kassanum til að sofna, er búin baka bananabrauð og eta það, ætla ekki að fá mér meira leirtau í bili - á nóg af því, er ekki alveg að tíma að taka niður jólatréð sem við fengum í Bolholtsskógi því það er svo fallegt ennþá en það verður farið fyrir afmælisveisluna :O) nenni ekki í Kolaportið...er mikið búin að spjalla um brjóst og púða við minn myndarlega - er meira segja svo fræg að hafa aðstoðað við uppsetningu á slíku en það var dýrari gerðin af púðum :O) iðnaðaðarsalt hvað..... xxx stóra siss
Merkilegt nokk þá á ég haug af fatnaði en áhyggjuleysið stafar af duglegum betri helming sem hefur haldið þeim upptekna hætti að setja í vél, þrátt fyrir þvottaleti síns betri helmings. Svo er ég líka að ljúga með jólaskrautið; ég aðstoðaði við að taka það niður en Pétur gekk frá því að mestu leyti og við ætlum að láta eitt ljós hanga fram yfir afmælið mitt. Allt hitt er dagsatt! Þar til annað kemur í ljós. Iðnaðarsalt hvað..... xxx Litla siss.
Þetta hljómar nú allt bara frekar vel :)Þetta með þvottinn hljómar amk dásamlega, mér leiðist þvottur afspyrnu mikið............
Iðnaðarsalt - matvælaiðnaður. Salt er hvort sem er bara óhollt. Nenni hreint ekki að hafa áhyggjur af málinu.
Skrifa ummæli