mánudagur, 9. janúar 2012

Angalangur

Rétt búin að sleppa þeim skrifuðum orðum að ég kærði mig ekki um blóm þegar ég rak augun í þessi



Sá þennan dásamlega vönd fyrir mér í nýju borðstofunni okkar eða endurbættri stofunni, en þegar sá myndarlegi stakk upp á að taka svarta skrímslið* í borðstofunni niður og festa fína vöndinn upp ekki seinna en strax, tók ég ósjálfráða dásasteypu og jóðlaði jahá af einlægum innileika.

Enda veit ég ekkert hvenær nýja borðstofan verður nýja borðstofan eða hvenær við endurbætum stofuna, nenntum ekki einu sinni að setja í þvottavél þó karfan sé full. Nenntum bara að bæta á okkur blómum.

*Skelfilegasta ljósakróna sem ég hef augum litið.

2 ummæli:

Íris sagði...

Þessi vöndur er nú nokkuð töff, er ábyggilega erfitt að drepa hann ;)

Frú Sigurbjörg sagði...

Já, mér tekst líklega að halda lífi í þessum. Pétur fær að halda áfram að dútla við allar hinar plöntrunar, þessar þarna lifandi. : )