þriðjudagur, 24. janúar 2012

Við fyrsta .......

Gafst upp á grábölvuðu hanagalinu og hringdi í þjónustuver Reykjavíkurborgar. Var gefið samband við deildarstjóra umhverfiseftirlits. Deildarstjóranum þykir afar ólíklegt að skipulag Samtúns gefi rými fyrir búfjárhald. Tjáði mér einnig að ferlið sem nú færi í gang gæti tekið tíma. Líklega nokkrar vikur. Hugsanlega e-a mánuði.
Hef oft dundað mér við að telja hanagólsloturnar sem færst hafa í aukana undanfarið. Get nú byrjað að telja dagana þar til ferlinu lýkur.

Hafa lesendur góðir e-r skemmtilegar tillögur um hvernig best sé að verja tíma sínum milli 05:00 - 07:20 eftir að hafa vera glaðvakin af hana?

4 ummæli:

Ragna sagði...

Ég skil ekki af hverju svona lagað þarf að taka langan tíma - ætli það eigi að setja það í nefnd eða svæfa það, ha,ha.
Fórstu nokkuð að mínum ráðum og talaðir við þá sem halda hanann? Það gafst svo vel hjá mér.
Ég skil mjög vel pirringinn hjá ykkur. Gangi ykkur vel í baráttunni.

Íris sagði...

Mér datt í hug að þú gætir lesið góða bók,stundað einhverja skemmtilega morgunleikfimi ;) já eða bloggað :)
Annars get ég sagt þér svona í fyllsta trúnaði að líklega myndi ég bara fara og sjá til þess að hanaskömmin galaði ekki aftur

Nafnlaus sagði...

Ég spyr, heldur einhver hana í nágrenninu, í miðri borg? Kæfðu helv.....! suss suss með kærri í bæinn frá okkur Bróa.

ella sagði...

Fór að velta því fyrir mér hvort hanagalið hér hefði einhvern tíma truflað mig og rámar ekkert í slíkt. Trúlega er ég bara svona sljó. Þetta er sjálfsagt spurning um vana, ég á oft erfitt með umferðarniðinn þegar ég þarf að gista í borginni. Þarf að spyrja þá sem hér eru stundum gestkomandi. Líklega vakna ég oft á undan hönunum á sumrin en sumir eiga það til að gala hvenær sem er sólarhringsins.