sunnudagur, 8. janúar 2012

Bókabéus

Fór í muna-safnið í dag og keypti bókina sem mig vantaðiog já, örfáar aðrar sem ég átti ekki heldur. Nema reyndar þessa efstu þarna, en mig vantaði hana líka, hún er sko allt öðruvísi en þessi sem ég átti fyrir. ALLT öðruvísi.

Sumir vilja víst meina að maður geti jú endalaust á sig blómum bætt.
Ég kæri mig ekkert um blóm. Bara bækur.

4 ummæli:

ella sagði...

Það þarf ekki að vökva bækur.

Frú Sigurbjörg sagði...

Satt er það, en bækurnar vökva mig : )

Íris sagði...

Bækur eru dásemd. Verst að þær safna svo miklu ryki :) En það er nokkuð ljóst að manni tekst ekki að drepa þær vegna of- eða van-vökvunar og þær skemmta manni mun betur en blóm :)

Frú Sigurbjörg sagði...

Sammála Íris, þær skemmta mér líka mun betur en blóm : )