laugardagur, 19. ágúst 2017

Til-vera

Stúlkan Konan í bókinni er aftur farin að vinna á staðnum sem hún hætti á. Reyndar ekki búin að fastráða sig aftur, vinnur svona frílans eins og sagt er. Hún er líka búin að rífast við sambýlismann sinn og sættast við hann aftur, hitta slatta af vinum á börum og hanga heil heiljarinnar ósköp á kaffihúsum. Að sjálfsögðu hamast hún svo líka við að finna sinn stað í tilverunni.

Sjálf tæmdi ég kattadallinn, þurrkaði af og ryksugaði í gær. Í dag ætla ég að lakka á mér neglurnar og hamast við að vera glöð. Hvað það segir um minn stað í tilverunni verður bara að koma í ljós.

Engin ummæli: