sunnudagur, 6. ágúst 2017

Bókaskattur og morgunarfi

myndarlegi lætur eins og við séum enn stödd í Frakklandi, skaust í bakaríið í gærmorgun til að færa frúnni ilmandi nýtt krossant í árbít. Í morgun sauð hann linsoðin egg og bar fram ásamt steinbökuðu súrdeigsbrauði. Ekki amalegur morgunskattur, að kona tali nú ekki um blessað Haití kaffið hennar Eldu. 

Eyddi bút úr degi á hnjánum útí garði, reytti arfa eins og kona með græna fingur en í rauninni voru þeir bara moldarbrúnir. Á árum áður hefði ég fremur kosið að dansa húlla í helvíti en að stunda garðvinnu af neinni sort, svona þroskast nú kona með aldri. Eða ekki.

Ég sem ætlaði að liggja sem mest í leti þessa helgina er allt í einu, já, rétt si svona, komin á kaf í 2 bækur. Get reyndar ekki fett neinn fingur út í það, fyrir mig er lestur príma afslöppun og andleg næring. Hvaða bók ert þú annars að lesa?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lesa...
Ja þađ hljóp á snæriđ hjá mér í dag. Pabbi kom viđ og gaf mér afmælisbros međ fađmlagi og bók. Hún er um Sjeikspír vin minn. Skal lána þér hana þegar ég er búinn. Held þú munir fíla hana. Kv. Haukur

Frú Sigurbjörg sagði...

Það munar um minna að eiga Hauk í horni sem þig vinur, hlakka til að lesa afmælisgjöfina þína!