Dagarnir eftir frí hafa annars einkennst af mikilli leti eða eiginlega haugaleti. Get víst þakkað vinnunni fyrir að ég hef klætt mig og burstað tennur s.l. 2 vikur. Jújú, ég hef svo sem þvegið haug af þvotti, farið í göngutúra, keypt í matinn, sett í uppþvottavél, farið í sund, tekið úr uppþvottavél, eldað mat, klappað kettinum, brotið saman þvotti og vaskað upp svo sitt lítið sé nefnt en eina sem mig langar til að gera er að lesa. Lesa, lesa, vera löt og lesa svo meira.
Rétt í þessu rignir hann og á morgun er mánudagur. Er að lesa bók um
Þótt ég hafi ekki hugmynd um hvað ég vilji verða þá veit ég þó það að sólskin er betra en rigning á fjöllum og heiðskýrt betra en skýjað á fjallstoppum. Ég veit hins vegar ekki af hverju Akranes er eilíflega kallað Skaginn. Svoleiðis er það bara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli