föstudagur, 4. ágúst 2017

Föstudagssvimi

10 hamborgarar steiktir á heimilinu í kvöld, 8 nautaborgarar, 2 grænmetis. Allir runnu þeir ljúflega niður í liðið hans Péturs, mig þar á meðal.

Ligg eins og skata á sófanum. Þrátt fyrir þá samlíkingu líður mér samt eins og steiktum borgara. Letin umvefur mig eins og steikingarbræla, daglega lífið eins og bráðinn ostur á herðunum. Sumarfrís(angur)værð eins og hnausþykkur þokuhnykill í hausnum á mér.

Gleðst innilega og fölskvalaust yfir þeirri staðreynd að núna er föstudagskvöld og ég þarf ekki að vakna til vinnu fyrr en á þriðjudag. Ef guð lofar.

Engin ummæli: