Farsíminn hringir. Þekki ekki númerið svo ég svara;
K: Katla.
J: Já, góðan daginn, Jeff heiti ég og hringi frá Símanum.
K: Sæll.
J: Sæl, ég var að vonast til að ná á Sigurbjörgu.
K: Þú ert að tala við hana.
J: Ha?
K: Ég heiti Sigurbjörg Katla.
J: Já, akkúrat, afsakaðu.
K: *þögn*
J: Já, ég var sumsé að skoða áskriftina ykkar Guðmundar og sé að þið eru með blablabla, bliblibli og mig langar til að bjóða ykkur Guðmundi blobloblo, blehblehbleh
K: Fyrirgefðu en væri ekki ráð að þú sendir mér tölvupóst varðandi þetta svo við Gummi getum skoðað þetta saman.
J: Jú, að sjálfsögðu, ég fæ þá kannski að hringja svo í þig aftur eftir nokkra daga?
K: Slærðu ekki bara á þráðinn til Gumma?
Nú mun ég bíða spennt eftir að heyra hvort Jeff eigi eftir að hringja í Guðmund Pétur, eiginmann minn eða hvort hann muni hringja í Guðmund Helga, fyrrverandi sambýlismann minn. Væri gaman ef hann hringdi í þann síðarnefnda, sér í lagi ef núverandi sambýliskona þáverandi myndi svara í símann, hún heitir nefnilega líka Sigurbjörg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli