Sms sent úr Samtúni: Fokk! Það er risa býfluga í eldhúsinu og ég að baka!!!
Sms sent úr World Class Laugum: Uss þær gera ekkert
Sem var einmitt það sem ég var að reyna að sannfæra sjálfa mig um. Var að bræða súkkulaði og smjör saman í potti þegar ég tók eftir því að Birta var óróleg og djöflaðist við hurðina útá verönd, lét eins og hún væri að eltast við flugu nema við nánari eftirgrennslan reyndist flugan vera digur Mæja býfluga. Svarta María reyndar þar sem ég sá ekki sérstaklega neitt gult og ekki heldur neinar rendur. Sá fyrir mér að Birta myndi vera í hættu og rak hana út. Eiginmaðurinn í ræktinni og ég að baka, gott og vel.
Fór yfir möntruna um að Mæja myndi ekki gera mér mein og hækkaði í músíkinni. Hélt áfram að baka.
Úr varð þessi kaka
sunnudagur, 28. apríl 2019
laugardagur, 27. apríl 2019
Ísbíltúr á Grímannsfell
Rigning tók á móti okkur í Mosfellsdalnum svo gangan á Grímannsfell hófst í fullum gönguklæðum. Um miðja uppgöngu rifum við okkur þó úr jökkunum enda hlýtt í veðri og rigningin hafði tæplega fylgt okkur út úr bílnum.
Átakalítil fjallganga á bungumyndað, lúið fjall sem opnar skemmtilega sýn á nágrenni helsta þéttbýlis í landinu. Fullkomið hugsuðum við, lúið fjall fyrir lúið fólk. Uppganga enda vel þolanleg og útsýnið lét ekki á sér standa, Mosfellsdalurinn og sveitin, Úlfarsfell og höfuðborgin svo eitthvað sé nefnt.
Grímannsfell nær varla meðalhæð fjalla en er býsna mikið um sig og nokkuð skorið af giljum og drögum. Já já, við leikum okkur að því að hlaupa á þennan topp hugsuðum við en eins og í öllum góðum fjallgöngum er toppurinn sjaldnast toppurinn heldur leynist iðulega toppur á eftir toppnum sem fyrstur lætur sjá sig og jafnvel fleiri þar á eftir.
Grímannsfell er dregið mjúkum línum og telst ekki til eftirtektarverðustu fjalla en það er þó nokkuð hátt miðað við allra næsta umhverfi. Það er nefninlega það já. Á toppinn komin dauðsáum við skötuhjú eftir að hafa ráðist í þessa för nestislaus. Eftir að hafa rýnt í útsýnið, Móskarðahnúkar, Botnssúlur og Hengilinn svo eitthvað sé nefnt, varð þeim myndarlega á að segja að næst lægi leiðin í Mosfellsbakarí. Þar með var heimför hafin af þessu átakalitla, varla meðalháu og eigi eftirtektarverðu felli, já jafnvel tíðindalitlu skv. lýsingum Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þorleifssonar í hinni annars ágætu skruddu Íslensk fjöll.
Rétt misstum af kaffibollanum og bakkelsinu sem teymdi okkur niður af fellinu, Mosfellsbakarí lokar kl. fjögur á laugardögum. Vissuð þið að það er ísbúð við hliðina á bakaríinu?
Rigning og rok, logn og sól, súrefni í lungun og ís með dýfu. Ef til vill tíðindalítið en harla gott.
Átakalítil fjallganga á bungumyndað, lúið fjall sem opnar skemmtilega sýn á nágrenni helsta þéttbýlis í landinu. Fullkomið hugsuðum við, lúið fjall fyrir lúið fólk. Uppganga enda vel þolanleg og útsýnið lét ekki á sér standa, Mosfellsdalurinn og sveitin, Úlfarsfell og höfuðborgin svo eitthvað sé nefnt.
Grímannsfell nær varla meðalhæð fjalla en er býsna mikið um sig og nokkuð skorið af giljum og drögum. Já já, við leikum okkur að því að hlaupa á þennan topp hugsuðum við en eins og í öllum góðum fjallgöngum er toppurinn sjaldnast toppurinn heldur leynist iðulega toppur á eftir toppnum sem fyrstur lætur sjá sig og jafnvel fleiri þar á eftir.
Grímannsfell er dregið mjúkum línum og telst ekki til eftirtektarverðustu fjalla en það er þó nokkuð hátt miðað við allra næsta umhverfi. Það er nefninlega það já. Á toppinn komin dauðsáum við skötuhjú eftir að hafa ráðist í þessa för nestislaus. Eftir að hafa rýnt í útsýnið, Móskarðahnúkar, Botnssúlur og Hengilinn svo eitthvað sé nefnt, varð þeim myndarlega á að segja að næst lægi leiðin í Mosfellsbakarí. Þar með var heimför hafin af þessu átakalitla, varla meðalháu og eigi eftirtektarverðu felli, já jafnvel tíðindalitlu skv. lýsingum Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þorleifssonar í hinni annars ágætu skruddu Íslensk fjöll.
Rétt misstum af kaffibollanum og bakkelsinu sem teymdi okkur niður af fellinu, Mosfellsbakarí lokar kl. fjögur á laugardögum. Vissuð þið að það er ísbúð við hliðina á bakaríinu?
Rigning og rok, logn og sól, súrefni í lungun og ís með dýfu. Ef til vill tíðindalítið en harla gott.
föstudagur, 26. apríl 2019
Ein stutt, tvær langar.
Meiri vikan. Frí, vinna, vinna, frí, vinna, helgarfrí. Ekki að ég sé neitt að kvarta, ekki einu sinni þó ég heyri rigningadropana slettast niður af himnum.
Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag.
Í vinnunni í dag ákvað ég að koma við í blómabúðinni hérna í næstu götu á leiðinni heim. Er að muna það núna að ég gleymdi því. Næsta víst að ég muni njóta uppáhellingar eiginmannsins í fyrramálið þrátt fyrir blómlausa vasa.
Á föstudagseftirmiðdögum hefur heil helgi uppá svo margt að bjóða, hvað svo sem úr verður.
Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag.
Í vinnunni í dag ákvað ég að koma við í blómabúðinni hérna í næstu götu á leiðinni heim. Er að muna það núna að ég gleymdi því. Næsta víst að ég muni njóta uppáhellingar eiginmannsins í fyrramálið þrátt fyrir blómlausa vasa.
Á föstudagseftirmiðdögum hefur heil helgi uppá svo margt að bjóða, hvað svo sem úr verður.
fimmtudagur, 25. apríl 2019
Af Þyrilkálfi og steinrunnu andliti
Þegar ég gekk á Þyril í fyrsta skipti var ég ein á ferð. Í dag var ég aftur ein er ég skondraðist þar upp. Galein. Finninn og fransmaðurinn urðu eftir í bænum. Hugurinn arkaði í takt við hjartað sem marseraði í takt við hugarrónna. Með sólargeisla á nefbroddinum og vind í bakið tóku hugurinn og hjartað tal saman, tilfinningar seytluðu eins og lækur og hugsanir þutu dansandi útí vindinn.
Rétt ókomin á toppinn gekk ég fram á dauðan kálf. Já, kálf með klaufir og hala og etið trýni, svo vel etið að einungis kúpan stóð eftir. Ég stóð og starði í tómar augntóftirnar. Átti satt að segja frekar von á að rekast á annað göngufólk eða gestabók þarna á toppnum en kálfur var það heillin og lítið við því að gera.
Vindurinn sperrti sig á bakaleiðinni, kom beljandi upp Þyrilhlíðar, reyndi sig í fangbrögðum við frúnna og þeyttist með látum í grasinu.
Rakst á þennann herramann á leiðinni niður, hann gaf lítið út á ferðir kálfsins og enn minna um komandi sumar, brosti bara sínu skakka brosi.
Það er eitt að vera með vind í bakið og allt annað að hafa vindinn í fangið. Legg ekki meira á ykkur að sinni.
Rétt ókomin á toppinn gekk ég fram á dauðan kálf. Já, kálf með klaufir og hala og etið trýni, svo vel etið að einungis kúpan stóð eftir. Ég stóð og starði í tómar augntóftirnar. Átti satt að segja frekar von á að rekast á annað göngufólk eða gestabók þarna á toppnum en kálfur var það heillin og lítið við því að gera.
Vindurinn sperrti sig á bakaleiðinni, kom beljandi upp Þyrilhlíðar, reyndi sig í fangbrögðum við frúnna og þeyttist með látum í grasinu.
Rakst á þennann herramann á leiðinni niður, hann gaf lítið út á ferðir kálfsins og enn minna um komandi sumar, brosti bara sínu skakka brosi.
Það er eitt að vera með vind í bakið og allt annað að hafa vindinn í fangið. Legg ekki meira á ykkur að sinni.
miðvikudagur, 24. apríl 2019
Ég er í klípu,
tilvistarklípu. Hausinn og hjartað tala ekki alltaf sama tungumálið. Þegar hjartað talar t.d. frönsku og hausinn finnsku er ekkert skrýtið að þau nái ekki sambandi við hvort annað. Eftir stend ég og veit hreint ekki í hvorn fótinn ég á að stíga. Suma daga veit ég varla hvort ég er að koma eða fara, fara eða koma. Eina sem ég veit fyrir víst er að ég ein stjórna mínu lífi. Sú staðreynd hjálpar mér ekki neitt.
Páskarnir voru meinhægir hjá frúnni sem sökkti sér ofan í lestur og mjúka kettlingafeldi. Óttaðist það helst að náttfötin mín væru orðin samgróin mér en komst blessunarlega í aðra leppa þegar löngu páskafríi lauk á undraverðum hraða og hversdagslífið tók við keflinu. Í heila 2 daga.
Þetta tvennt gleður frúnna í kvöld: tíst fugla sem smeygir sér í hlustirnar og frí morgundagsins. Legg ekki meira á ykkur.
Páskarnir voru meinhægir hjá frúnni sem sökkti sér ofan í lestur og mjúka kettlingafeldi. Óttaðist það helst að náttfötin mín væru orðin samgróin mér en komst blessunarlega í aðra leppa þegar löngu páskafríi lauk á undraverðum hraða og hversdagslífið tók við keflinu. Í heila 2 daga.
Þetta tvennt gleður frúnna í kvöld: tíst fugla sem smeygir sér í hlustirnar og frí morgundagsins. Legg ekki meira á ykkur.
þriðjudagur, 16. apríl 2019
Samhengislaus upptalning á hlutum...
...sem kettlingar halda að séu leikföng:
- snjókorn, snjóhrúgur og rigningadropar á rúðu
- skóreimar (hef ekki enn komist óklóruð í tramparana mína)
- dúskar á borðdúkshornum
- SÁÁ álfurinn (þeim myndarlega til mikillar gleði enda kominn með ástæðu til að kaupa bölvaðann álfinn áfram)
- hárspennur (búin að vera með stutt hár svo lengi að ég var búin að gleyma að ég ætti slíkt)
- pottaplöntur heimilisins (þeim myndarlega til mikillar armæðu), kettlingarnir gera engar kröfur um kyn, aldur né fyrri störf, planta er planta, punktur
- rennilásinn á stretsgallabuxunum mínum
- tölurnar á sjónvarpssófapeysu Kormáks og Skjaldar
- snúrur (kettlingarnir eru fullkomlega fordómalaus á snúrur og ráðast á þær hvort sem þær hlaða síma, tengjast tölvu, sjónvarpi, lömpum, hárþurrku eða hvaðeina)
- klósettpappír
- jógadýnan mín (afabarninu þótti reyndar líka gaman að leika sér að jógadýnunni minni, vildi óska að ég væri jafn viljug í að nota hana)
- puttar á lyklaborði.......
Af bronkítissjúklingnum er annars helst að frétta að hann harðneitar að fá kvöldmatinn í rúmið. Liggur þar nú samt og hlustar á Veru að áeggjan eiginkonunnar.
Kannski ég fari þá að steikja rauðsprettuna.
- snjókorn, snjóhrúgur og rigningadropar á rúðu
- skóreimar (hef ekki enn komist óklóruð í tramparana mína)
- dúskar á borðdúkshornum
- SÁÁ álfurinn (þeim myndarlega til mikillar gleði enda kominn með ástæðu til að kaupa bölvaðann álfinn áfram)
- hárspennur (búin að vera með stutt hár svo lengi að ég var búin að gleyma að ég ætti slíkt)
- pottaplöntur heimilisins (þeim myndarlega til mikillar armæðu), kettlingarnir gera engar kröfur um kyn, aldur né fyrri störf, planta er planta, punktur
- rennilásinn á stretsgallabuxunum mínum
- tölurnar á sjónvarpssófapeysu Kormáks og Skjaldar
- snúrur (kettlingarnir eru fullkomlega fordómalaus á snúrur og ráðast á þær hvort sem þær hlaða síma, tengjast tölvu, sjónvarpi, lömpum, hárþurrku eða hvaðeina)
- klósettpappír
- jógadýnan mín (afabarninu þótti reyndar líka gaman að leika sér að jógadýnunni minni, vildi óska að ég væri jafn viljug í að nota hana)
- puttar á lyklaborði.......
Af bronkítissjúklingnum er annars helst að frétta að hann harðneitar að fá kvöldmatinn í rúmið. Liggur þar nú samt og hlustar á Veru að áeggjan eiginkonunnar.
Kannski ég fari þá að steikja rauðsprettuna.
mánudagur, 15. apríl 2019
Framtakslítil og framlág
Eftir 10 daga af kröftugum hósta, snörpum snýtingum, harðsoðnum höfuðverk, snörlandi andardrætti og þjakandi þreytu er ég komin í kvefverkfall. Búin að jamma þegar ég er spurð hvort ég sé lasin og jæja þegar mér er ráðlagt að fara til læknis, hef hummað það fram af mér að vera veik heima, mæti bara í vinnuna og vinn hægt. Kann ekki að hringja mig inn veika, kannski það sé einhverskonar sjúkdómur?
Nú allavega nenni ég ekki meir. Mætti framhá í vinnuna í morgun og heimtaði höfuðverkjapillu. Reigði mig upp í framtakssemi og arkaði svo heim í þessari líka blíðu. Nú dugar ekkert annað en að mæta í ræktina á morgun, svei mér þá.
Í gær stundi eiginmaðurinn af beinverkjum. Í morgun kvartaði hann sáran yfir þokuhnykli í höfði. Akkúrat núna er hann á læknavaktinni, er víst búinn að hósta svo mikið, þessi elska.
Það verður hver að fá að vera eins og hann er gjörður las ég einhversstaðar á einhverju bloggi einhverntíman. Legg ekki meira á ykkur elskurnar.
Nú allavega nenni ég ekki meir. Mætti framhá í vinnuna í morgun og heimtaði höfuðverkjapillu. Reigði mig upp í framtakssemi og arkaði svo heim í þessari líka blíðu. Nú dugar ekkert annað en að mæta í ræktina á morgun, svei mér þá.
Í gær stundi eiginmaðurinn af beinverkjum. Í morgun kvartaði hann sáran yfir þokuhnykli í höfði. Akkúrat núna er hann á læknavaktinni, er víst búinn að hósta svo mikið, þessi elska.
Það verður hver að fá að vera eins og hann er gjörður las ég einhversstaðar á einhverju bloggi einhverntíman. Legg ekki meira á ykkur elskurnar.
miðvikudagur, 10. apríl 2019
Af apa, ketti og klifri
Varð litið út um gluggann og sá kettlingana mína tvo hátt uppi í tréi nágrannans. NEI var það fyrsta sem flaug í hugann, árans vandræði var það næsta. Sá myndarlegi nýfarinn í ræktina og ég fór strax að sjá fyrir mér hvernig ég yrði að hringja á slökkviliðið eftir aðstoð við að ná apaköttunum niður. Í næstu andrá fylgdist ég með þeim hlaupa niður trjábörkin og kútveltast í leik á garðflötinni áður en þau tóku aftur stökkið uppí sama tré, hlupu upp um greinar þess og aftur niður eins og ekkert væri. Apakettir og klifurkettir sumsé. Útikettir að auki síðan í fyrradag.
Vorum búin að ákveða að kettlingarnir yrðu inni þar til búið væri að örmerkja og gelda greyin, rétt leyfðum þeim að valsa inn og út um svefnherbergisgluggann okkar til að komast út á svalirnar í risinu enda handriðið allt of hátt fyrir litla, krúttlega kettlinga. Eftir 2 nátta útiveru Bjössa varð okkur myndarlega ljóst að svalahandriðið dygði líklega ekki til og kettlingar, já,já, þeir koma sér greinilega niður af þökum. Gátum ekki hugsað okkur að meina þeim greyjunum um súrefni í litlu kettlingalungun (svona erum við geld í staðföstunni) svo sá myndarlegi rauk í dýrabúð, keypti rauða ól handa Bjössa og bláa handa Birtu og *púff* út um verandarhurðina ruku þau sumsé í fyrradag og urðu útikettir með það sama.
Talandi um ræktina þá hef ég hóstað og hnerrað og snýtt mér síðan ég fór síðast. Vissulega eru báðir Pétrarnir í lífi mínu búnir að vera með kvefpest en það er alveg ljóst að óhóflegt kapp í konu í líkamsræktarstöð er heilsuspillandi.
Legg ekki meira á ykkur elskurnar.
Vorum búin að ákveða að kettlingarnir yrðu inni þar til búið væri að örmerkja og gelda greyin, rétt leyfðum þeim að valsa inn og út um svefnherbergisgluggann okkar til að komast út á svalirnar í risinu enda handriðið allt of hátt fyrir litla, krúttlega kettlinga. Eftir 2 nátta útiveru Bjössa varð okkur myndarlega ljóst að svalahandriðið dygði líklega ekki til og kettlingar, já,já, þeir koma sér greinilega niður af þökum. Gátum ekki hugsað okkur að meina þeim greyjunum um súrefni í litlu kettlingalungun (svona erum við geld í staðföstunni) svo sá myndarlegi rauk í dýrabúð, keypti rauða ól handa Bjössa og bláa handa Birtu og *púff* út um verandarhurðina ruku þau sumsé í fyrradag og urðu útikettir með það sama.
Talandi um ræktina þá hef ég hóstað og hnerrað og snýtt mér síðan ég fór síðast. Vissulega eru báðir Pétrarnir í lífi mínu búnir að vera með kvefpest en það er alveg ljóst að óhóflegt kapp í konu í líkamsræktarstöð er heilsuspillandi.
Legg ekki meira á ykkur elskurnar.
fimmtudagur, 4. apríl 2019
Fór í ræktina í gær
Eftir svaðalega leti og át í París (sem er langtum skárri afsökun en almenn leti og át heimafyrir) fór ég sumsé loks í ræktina í gær. Eftir alla heitu tímana ákvað ég að prófa eitthvað nýtt. Eftir alla letina ákvað ég að 30 mínútna tími væri fínn fyrir frúnna. Einhver core tími sem átti víst að vinna verulega á miðju líkamans, ég meina, hálftímatími er bara næs fyrir letingja, ha? Nema, tíminn var drulluerfiður og auðvita fer enginn í ræktina í bara hálftíma, svo ég drattaðist eftir tíma að svona tæki sem eiginmaðurinn kallar skíðavél nema mér leið eins og ég væri að hlaupa í græjunni. Ákvað að dóla mér í þessu í aðrar 30 mínútur sem var afar vanhugsað þar sem ég var ekki með headfón eða neitt til að hlusta á. En jæja, ég var "hlaupin" af stað og ákvað að kýla bara á þetta. Við hliðina á mér var kona einhverju eldri en ég á eins græju en töluvert vanari, sýndist mér, horfði á fréttir á meðan hún "hljóp" eins og vindurinn nema ég (sem var ekki með neitt í eyrunum, þið munið) fór að hlusta á pústið í henni og áður en ég vissi af var ég farin að keppa við hana, hljóp og hljóp og hljóp.
Konan við hliðina á mér tók ekki eftir neinu en ég tók eftir því að veðurfréttirnar voru komnar á skjáinn hjá henni og seildist eftir vatnsbrúsanum mínum og tók slurk áður en ég þreifaði eftir handklæðinu til að þverra svitann af enninu á mér. Hélt áfram að hlaupa. Hljóp og hljóp og hljóp. Konan við hliðina á mér tók á sprett. Hennar andardráttur fór á flug. Síðan komu íþróttafréttirnar, á skjáinn hjá henni. Á þeim tímapunkti var ég hætt að finna fyrir tánum á mér. Svona sirka á meðan veðurfréttirnar runnu (yfir skjáinn hjá henni) var ég farin að finna stingi í tánum, allt í góðu með það. En þarna ákvað ég að hætta. Eftir 27 mínútur var mínu hlaupi lokið.
Líklega snubbóttur endir á hlaupaferli en tja, ég fór allavega i ræktina í gær, legg ekki meira á ykkur.
Konan við hliðina á mér tók ekki eftir neinu en ég tók eftir því að veðurfréttirnar voru komnar á skjáinn hjá henni og seildist eftir vatnsbrúsanum mínum og tók slurk áður en ég þreifaði eftir handklæðinu til að þverra svitann af enninu á mér. Hélt áfram að hlaupa. Hljóp og hljóp og hljóp. Konan við hliðina á mér tók á sprett. Hennar andardráttur fór á flug. Síðan komu íþróttafréttirnar, á skjáinn hjá henni. Á þeim tímapunkti var ég hætt að finna fyrir tánum á mér. Svona sirka á meðan veðurfréttirnar runnu (yfir skjáinn hjá henni) var ég farin að finna stingi í tánum, allt í góðu með það. En þarna ákvað ég að hætta. Eftir 27 mínútur var mínu hlaupi lokið.
Líklega snubbóttur endir á hlaupaferli en tja, ég fór allavega i ræktina í gær, legg ekki meira á ykkur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)