Nei, ég er ekki að tala um lunda. Við myndarlegi vorum að koma úr fyrsta frönskutíma vetrarins (ekki getur maður sagt haustsins, er það?). Síðan við fórum í síðasta tímann í vor hafa kennslubækurnar, pennarnir, glósubækurnar, blýantarnir og strokleðrið legið óhreyfð í rauðu axlartöskunni minni. Fyrsti tíminn var notaður til upprifjunar. Eftir 4 mánaða hvíld frá bókunum verð ég nú bara að segja að við myndarlegi kunnum ennþá tölurnar og okkur gekk alveg hreint bærilega að kynna okkur. Af því það eruð þið get ég svo líka alveg viðurkennt að mér fannst mjög skemmtilegt að vera komin aftur í tíma, ég meina franska krakkar, franska, við erum að tala um langue francaise!
Fengum líka prýðis útskýringu á þessu með muninn á g og g, bagette og baguette og allt það enda fátt sem jafnast á við franska baguettu. Nema kamapavín auðvitað. Og kannski íslensk náttúra. Kannski.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli