fimmtudagur, 21. september 2017

Brut

Mér er kalt á tánum. Samt er ég berfætt. Teygi úr mér á bleika sófanum í stofunni. Kötturinn liggur malandi við kaldar fætur mér. Hlusta á djass (ekki kötturinn, hann er heyrnarlaus).  Sötra kampavín. Í gær fór ég eiginmannslaus í frönsku. Sá myndarlegi er í Vík, á heimleið. Eftir frönsku í gær kom ég heim og opnaði kampavínsflöskuna. Nenni ekki að vaska upp. Finnst haustið fallegt þrátt fyrir kaldar tær. Nýt þess að fylgjast með því spretta fram í gulum og rauðum litum. Miðinn á kampavínsflöskunni er gulur. Í gær kláraði ég bók og byrjaði á nýrri bók. Kveikti á glás af kertum. Komst að því að ég hef ekki hugmynd um hvar eiginmaðurinn geymir ljósaperulagerinn á heimilinu. Var líka kalt á tánum í gær.

Þessi sundurlausa færsla frúarinnar var hvorki í boði VegagerðarinnarAlliance Francaise.

Engin ummæli: