Tvö önnur samtök áttu skrifstofur sínar í þessu húsi. Ofsalega fallegt hús annars, fyrir mig var alveg sérstakt að mæta til vinnu í þetta hús. Var satt að segja full lotningar þegar ég stakk lyklinum í skránna og gekk inn í þessa gersemi. Nema hvað, formaður SÍM var með skrifstofu á sömu hæð og ég. Þegar hann var við (sem var ekki alltaf) arkaði hann iðulega yfir til mín, settist í stólinn beint á móti skrifborðinu mínu og svo hófst kjaftagangurinn. Það var alveg ágætt að kjafta við hann Pjétur (já, með j-ði), altjént urðum við sjaldan uppiskroppa með kjaftaefni. Einn daginn kom hann og færði mér geisladisk að gjöf. Spurði hefur þú hlustað á Chet? Nei, svaraði ég. Tók við disknum og hef verið forfallin Chet Baker aðdáandi síðan. Lái mér hver sem vill
miðvikudagur, 20. september 2017
Gamalt stef
Fyrir einhverju síðan vann ég hjá Myndstef. Það var skemmtilegur og lærdómsríkur tími en líka erfiður vegna aðstæðna sem ég mun kannski segja ykkur frá síðar. Ég átti ekki von á að fá þetta starf þegar ég sótti um það, hafði ekkert sérstaklega unnið á skrifstofu áður og vissi heldur ekkert of mikið um list. Ég var samt ráðin. Sat í ofsalega þægilegum skrifstofustól með eitt flottasta málverk sem ég hef augum litið fyrir aftan mig, kolbikasvart með rauðri línu. Drakk kaffi úr fallegum keramikbollum. Þegar ég tók mér pásur frá vinnunni rölti ég niður stigann til að mæna á málverk sem ég var gjörsamlega hughrifin af, verk eftir Georg Guðna sem hafði sjálfur lagt það til hússins, sem ég vissi ekkert sérstaklega hver var þá en ég heillaðist gjörsamlega af verkinu. Gat algjörlega gleymt mér við að mæna á það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli