Annar miðvikudagur í röð sem ég fer eiginmannslaus í frönsku. Ein æfingin í tímanum var að senda hvort öðru sms. Ég stakk upp á því að við myndum öll senda þeim myndarlega sms þar sem hann er fjarverandi. Eftir hlátur og glens með þá hugmynd komst ég svo að því að ég var ekki bara eiginmannslaus, ég var ekki heldur með símann. Mér tókst sumsé að gleyma honum heima.
Mér er alveg sama hvort þið trúið mér eða ekki en ég er ekki á bleika sófanum og mér er ekki kalt á fótunum. Sit við borðstofuborðið og er í þykkum sokkum. Kalt á nefinu. Hlusta á Erik Satie. Kertaljós tendruð, rauðvín í glasi, rósir í vasa.
Í fjarveru þess myndarlega dró ég afgang af fílódeigi úr ísskápnum. Fann líka eina sneið af Parmaskinku, tvær sneiðar af Pestóskinku og botnfylli af rifnum osti í poka. Íhugaði að blanda grænmeti í málið en afréð svo að smyrja rjómaosti og gæða sinnepi frá Bordeaux á herlegheitin. Því næst vöðlað saman í vefju, ólafíuolíu skvett yfir og endasent í ofninn. Gjörning þennan ákvað ég að kalla eiginmannsdindil. Prýðilegur kvöldskattur get ég sagt ykkur.
Núna ætla ég að lakka á mér neglurnar og hugsa um karlinn. Alltaf að hugsa um karlinn.
miðvikudagur, 27. september 2017
sunnudagur, 24. september 2017
L'automne
Sátum á móti hvort öðru við borðstofuborðið og fórum yfir frönskuna. Fórum yfir allt efnið sem sá myndarlegi missti af í síðasta tíma, lét hann gera sömu æfingarnar og hlýddi honum yfir. Unnum heimanámið. Sá myndarlegi ranghvolfir augum, hristir höfuð, endurtekur í sífellu þessir frakkar. Heldur svo áfram að kljást við málfræði og framburð. Veit ekki alveg hvort hann ber sömu ást til franskrar tungu og ég en klárlega deilum við hrifningu á París, frönskum ostum og franskri tónlist. Talandi um tónlist þá er eiginmaðurinn yfir sig hrifinn af henni þessari
Lái honum hver sem vill.
Ykkur að segja þá er ég búin að vaska upp OG skúra. Það hlaut að koma að því. Milli þess sem rigningu dembir niður úr myrkum himni og sólin brýst fram og lýsir upp liti haustsins er ég líka búin að þurrka af og ryksuga, fannst vænlegast að demba mér í það áður en ég skúraði. Er annars ekki fylgjandi því að eyða frítíma í þrif, vil heldur eyða virku kvöldi í heimilisþrifin og nýta helgarnar í einhvað skemmtilegra. Nei, mér sumsé finnst ekki skemmtilegt að þrífa. Lái mér hver sem vill.
Í gær flaut ég með þeim myndarlega að ræktinni með það að markmiði að koma við í fiskbúðinni á leiðinni heim. Nema, um leið og ég steig inní fiskbúðina áttaði ég mig á því að ég var ekki með peningaveskið á mér. Snaraði mér því út og labbaði heim. Kom heim um það bil sem fiskbúðin lokaði. Á göngunni frá Laugardalnum í túnin tók ég slatta af myndum enda haustið heillandi. Í ófá skiptin er ég var búin að miða út myndefnið skarst haustið í leikinn
Haustið er ekki bara gult og rautt, rigning og sól heldur líka rok sem fékk frúnna til að hlægja í hvert sinn sem það þeytti myndamótífinu af stað. Lái henni hver sem vill.
Lái honum hver sem vill.
Ykkur að segja þá er ég búin að vaska upp OG skúra. Það hlaut að koma að því. Milli þess sem rigningu dembir niður úr myrkum himni og sólin brýst fram og lýsir upp liti haustsins er ég líka búin að þurrka af og ryksuga, fannst vænlegast að demba mér í það áður en ég skúraði. Er annars ekki fylgjandi því að eyða frítíma í þrif, vil heldur eyða virku kvöldi í heimilisþrifin og nýta helgarnar í einhvað skemmtilegra. Nei, mér sumsé finnst ekki skemmtilegt að þrífa. Lái mér hver sem vill.
Í gær flaut ég með þeim myndarlega að ræktinni með það að markmiði að koma við í fiskbúðinni á leiðinni heim. Nema, um leið og ég steig inní fiskbúðina áttaði ég mig á því að ég var ekki með peningaveskið á mér. Snaraði mér því út og labbaði heim. Kom heim um það bil sem fiskbúðin lokaði. Á göngunni frá Laugardalnum í túnin tók ég slatta af myndum enda haustið heillandi. Í ófá skiptin er ég var búin að miða út myndefnið skarst haustið í leikinn
Haustið er ekki bara gult og rautt, rigning og sól heldur líka rok sem fékk frúnna til að hlægja í hvert sinn sem það þeytti myndamótífinu af stað. Lái henni hver sem vill.
föstudagur, 22. september 2017
Berfætt á bleiku
Pat Benatar ómaði úr útvarpinu í bílnum er ég keyrði af stað úr vinnunni. Söng að sjálfsögðu með, Pat verið ein af mínum uppáhalds síðan ég heyrði í henni fyrst í græjunum hjá elstu systur minni. Hlusta líklega mest á Rondó í bílnum en um leið og óperugutlið fer af stað er ég fljót að skipta um stöð, held svo áfram að skipta eftir hentisemi, nenni ekki blaðri, þoli ekki þungarokk, hryllir við kántrí og hef enga samúð með leiðinlegum lögum. Ég sumsé rása á milli rása en ílengist þó oftast á Rondó, eins og áður segir. Haldið þið ekki að ég hafi svo dottið niður á Pat Benatar aftur rétt ókomin heim og ekki bara það, söng hástöfum með sama laginu síðasta Túnspottann. Ég, Pat og rigningin.
Mér er aftur kalt á tánum. Þrátt fyrir það er ég aftur berfætt og eins og það sé ekki nóg þá er ég aftur komin á bleika sófann. Í augnablikinu rignir ekki. Kampavínið er búið. Eða jú, það er aftur byrjað að rigna. Nenni ekki enn að vaska upp og enn síður að skúra. Kötturinn sefur á efri hæðinni í ruggustólnum hennar ömmu. Sá myndarlegi er enn í vinnunni. Það heitir víst vísindaferð þegar háskólanemar heimsækja fyrirtæki í þeim tilgangi einum að komast í vínveitingar (hefi ég heyrt). Ruggustóllinn hennar ömmu er rauður. Enn of mikil dagsbirta til að kveikja á kertum.
Hvað sem öðru líður þá er ég komin í helgarfrí og á morgun ætla ég að sofa út, getið sveiað ykkur uppá það!
P.s. Er kona orðin miðaldra þegar henni finnst svaka kósí að liggja á bleikum sófa í blárri peysu af eiginmanninum með kaldar bífur undir bútasaumssaumuðu teppi frá móður hennar og lætur sig dreyma um að sofa út án þess að það flökri að henni að demba sér á djammið á föstudagskveldi? Svör óskast.
Mér er aftur kalt á tánum. Þrátt fyrir það er ég aftur berfætt og eins og það sé ekki nóg þá er ég aftur komin á bleika sófann. Í augnablikinu rignir ekki. Kampavínið er búið. Eða jú, það er aftur byrjað að rigna. Nenni ekki enn að vaska upp og enn síður að skúra. Kötturinn sefur á efri hæðinni í ruggustólnum hennar ömmu. Sá myndarlegi er enn í vinnunni. Það heitir víst vísindaferð þegar háskólanemar heimsækja fyrirtæki í þeim tilgangi einum að komast í vínveitingar (hefi ég heyrt). Ruggustóllinn hennar ömmu er rauður. Enn of mikil dagsbirta til að kveikja á kertum.
Hvað sem öðru líður þá er ég komin í helgarfrí og á morgun ætla ég að sofa út, getið sveiað ykkur uppá það!
P.s. Er kona orðin miðaldra þegar henni finnst svaka kósí að liggja á bleikum sófa í blárri peysu af eiginmanninum með kaldar bífur undir bútasaumssaumuðu teppi frá móður hennar og lætur sig dreyma um að sofa út án þess að það flökri að henni að demba sér á djammið á föstudagskveldi? Svör óskast.
fimmtudagur, 21. september 2017
Brut
Mér er kalt á tánum. Samt er ég berfætt. Teygi úr mér á bleika sófanum í stofunni. Kötturinn liggur malandi við kaldar fætur mér. Hlusta á djass (ekki kötturinn, hann er heyrnarlaus). Sötra kampavín. Í gær fór ég eiginmannslaus í frönsku. Sá myndarlegi er í Vík, á heimleið. Eftir frönsku í gær kom ég heim og opnaði kampavínsflöskuna. Nenni ekki að vaska upp. Finnst haustið fallegt þrátt fyrir kaldar tær. Nýt þess að fylgjast með því spretta fram í gulum og rauðum litum. Miðinn á kampavínsflöskunni er gulur. Í gær kláraði ég bók og byrjaði á nýrri bók. Kveikti á glás af kertum. Komst að því að ég hef ekki hugmynd um hvar eiginmaðurinn geymir ljósaperulagerinn á heimilinu. Var líka kalt á tánum í gær.
Þessi sundurlausa færsla frúarinnar var hvorki í boði Vegagerðarinnar né Alliance Francaise.
Þessi sundurlausa færsla frúarinnar var hvorki í boði Vegagerðarinnar né Alliance Francaise.
miðvikudagur, 20. september 2017
Gamalt stef
Fyrir einhverju síðan vann ég hjá Myndstef. Það var skemmtilegur og lærdómsríkur tími en líka erfiður vegna aðstæðna sem ég mun kannski segja ykkur frá síðar. Ég átti ekki von á að fá þetta starf þegar ég sótti um það, hafði ekkert sérstaklega unnið á skrifstofu áður og vissi heldur ekkert of mikið um list. Ég var samt ráðin. Sat í ofsalega þægilegum skrifstofustól með eitt flottasta málverk sem ég hef augum litið fyrir aftan mig, kolbikasvart með rauðri línu. Drakk kaffi úr fallegum keramikbollum. Þegar ég tók mér pásur frá vinnunni rölti ég niður stigann til að mæna á málverk sem ég var gjörsamlega hughrifin af, verk eftir Georg Guðna sem hafði sjálfur lagt það til hússins, sem ég vissi ekkert sérstaklega hver var þá en ég heillaðist gjörsamlega af verkinu. Gat algjörlega gleymt mér við að mæna á það.
Tvö önnur samtök áttu skrifstofur sínar í þessu húsi. Ofsalega fallegt hús annars, fyrir mig var alveg sérstakt að mæta til vinnu í þetta hús. Var satt að segja full lotningar þegar ég stakk lyklinum í skránna og gekk inn í þessa gersemi. Nema hvað, formaður SÍM var með skrifstofu á sömu hæð og ég. Þegar hann var við (sem var ekki alltaf) arkaði hann iðulega yfir til mín, settist í stólinn beint á móti skrifborðinu mínu og svo hófst kjaftagangurinn. Það var alveg ágætt að kjafta við hann Pjétur (já, með j-ði), altjént urðum við sjaldan uppiskroppa með kjaftaefni. Einn daginn kom hann og færði mér geisladisk að gjöf. Spurði hefur þú hlustað á Chet? Nei, svaraði ég. Tók við disknum og hef verið forfallin Chet Baker aðdáandi síðan. Lái mér hver sem vill
þriðjudagur, 19. september 2017
Af lærum og lifrum
Í frönskutíma gærkvöldsins lærðum við myndarlegi á klukkuna og sögnina il faut. Hlustuðum á æfingar, unnum æfingar. Skrifuðum talhólfsskilaboð sem við lásum svo upp fyrir bekkinn. Meðan samnemendur okkar skálduðu öll að þau væru stödd í búðinni að kaupa ýmist kartöflur eða mjólk þóttist sá myndarlegi vera að kaupa bíl. Mín skilaboð voru á þá leið að ...je suis retard, il faut aller dans le bar avec mon superior. Bisous!
Svo lengist lærið sem lifrin segir sá myndarlegi. Ekki veit ég hvaðan orðatiltækið kemur, vona bara að lærin og lifrin lengist í nokkurn veginn réttum hlutföllum. Annars fór hann með piltana sína út að borða í kvöld og ég nenni ekki að elda, hef þess í stað gúffað í mig hvítmygluosti með vænum slurki af rifsberjasultu (árgerð 2009, beint úr kjallaranum). Ætti auðvitað að vera að undirbúa mig fyrir frönskutíma morgundagsins en er þess í stað með nefið ofaní bók. Ces´t ca. Bisous!
Svo lengist lærið sem lifrin segir sá myndarlegi. Ekki veit ég hvaðan orðatiltækið kemur, vona bara að lærin og lifrin lengist í nokkurn veginn réttum hlutföllum. Annars fór hann með piltana sína út að borða í kvöld og ég nenni ekki að elda, hef þess í stað gúffað í mig hvítmygluosti með vænum slurki af rifsberjasultu (árgerð 2009, beint úr kjallaranum). Ætti auðvitað að vera að undirbúa mig fyrir frönskutíma morgundagsins en er þess í stað með nefið ofaní bók. Ces´t ca. Bisous!
sunnudagur, 17. september 2017
Í morgunmat var þetta helst
Var rétt byrjuð að hugsa um að fara að tygja mig fram úr í morgun þegar mamma og pabbi birtust galvösk með bakarísbakkelsi. Morgunverður frúarinnar samanstóð því af vænni sneið af vínarbrauði, dálaglegum kökubita og gómsætri Berlínarbollu sem var sérstaklega keypt fyrir mig. Sá myndarlegi varð að fá sér einhvað hollt áður en hann dembdi sér í sætindin, veit ekki hvort þetta er líkamlegt ástand en það er honum klárlega ofviða andlega að fá sér bara einhvað sætt strax um leið og mann langar í það, eins og t.d. kökusneið í morgunmat. Samviskan segir honum að hann verði fyrst að fá sér einhvað almennilegt og síðan megi hann leyfa sér annað. Slík samviska angrar mig ekki hið minnsta enda stúlkan orðin stór og getur etið það sem henni sýnist. Það verður hver að fá að vera eins og hann er gjörður.
Vorum að koma úr bíó, sáum Undir Trénu. Ágætis ræma svo sem en djöfull sem mér leiðist annars að fara í bíó, af 2 klukkustundum sóuðum við 45 mínútum í hangsi yfir auglýsingum og hléi, FJÖRUTÍUOGFIMMMÍNÚTUM! Í gærkvöld sat ég í Laugardalshöllinni þar sem sjóið hófst á hárréttum tíma og endaði á áætluðum tíma. Ólíkt bíóferð kvöldsins þá sveif ég út úr Höllinni með hjartað fullt af gleði og óhaminni hamingju. Það er bara einn Páll Óskar og sem betur fer er hann okkar, hvílíkur sjó-maður, maður minn! Að kona tali ekki um óbilandi jákvæðnina og gleðina sem streymir frá þessari heilsteyptu, yndislegu mannveru. Ekki skemmir svo fyrir að strákurinn kann vel að syngja. Halleljúa, *the queen has spoken.
*vitna hér lóðbeint í dívuna sjálfa
Vorum að koma úr bíó, sáum Undir Trénu. Ágætis ræma svo sem en djöfull sem mér leiðist annars að fara í bíó, af 2 klukkustundum sóuðum við 45 mínútum í hangsi yfir auglýsingum og hléi, FJÖRUTÍUOGFIMMMÍNÚTUM! Í gærkvöld sat ég í Laugardalshöllinni þar sem sjóið hófst á hárréttum tíma og endaði á áætluðum tíma. Ólíkt bíóferð kvöldsins þá sveif ég út úr Höllinni með hjartað fullt af gleði og óhaminni hamingju. Það er bara einn Páll Óskar og sem betur fer er hann okkar, hvílíkur sjó-maður, maður minn! Að kona tali ekki um óbilandi jákvæðnina og gleðina sem streymir frá þessari heilsteyptu, yndislegu mannveru. Ekki skemmir svo fyrir að strákurinn kann vel að syngja. Halleljúa, *the queen has spoken.
*vitna hér lóðbeint í dívuna sjálfa
þriðjudagur, 12. september 2017
Mardi
Haldið þið ekki að hinn Péturinn í lífi mínu hafi skensað mig seint í gærkvöld á hinum alþjóðlega vettvangi fésbókarinnar fyrir slælega kunnáttu í frönsku, apaði eftir setninguna sem ég lét frá mér, gerði sig breiðan með því að skrifa 42 í tölu-orðum (sem ég gerði ekki) og spurði svo hvort þetta væri rétt. Að sjálfsögðu var þetta ekki alveg allt rétt og í millitíðinni meðan ég svaf á mínu græna eyra skarst hin eina sanna Parísardama í leikinn (enda með 2 tíma forskot) og leiðrétti mig. Allt pent og blessað með það. Mætti samt til vinnu í morgun og bauð Bonjour með nokkrum þjósti en hafði ekki tíma til að staldra við þann þjóst, þvílíkan tíma sem það tekur núorðið að keyra þennan spotta á Sæbrautinni við Hörpu, nánast hljóp við fót niður í búð með skiptimyntina í kassana rétt fyrir opnun, herregúd!
Jæja, ég var svo sem ekkert mikið að velta mér upp úr þessu enda hinn Péturinn í lífi mínu hinn vænsti piltur og við búin að fá okkur kaffisopa saman og hrökkkex með osti og svona. Nema eitthvað barst þetta í tal okkar í millum síðdegis og þar sem ég stend fyrir aftan Pésa og horfi á fésbókina hans yfir öxlina á honum verður mér að orði: af hverju er statusinn minn á ensku?
P: Nú, þú skrifaðir hann á ensku
K: Nei, ég gerði það ekki neitt, þú ert bara búinn að þýða hann
P: Nei, ég gerði það ekki neitt og skil heldur ekkert af hverju þú varst að skrifa þetta á ensku fyrst þú ert að læra frönsku
K: Ég skrifaði þetta á frönsku!
P: Nei, þú sérð að þetta er á ensku!
K: Hvaða rugl er það eiginlega?!
Já krakkar mínir, hlutirnir eru aldrei bara svartir eða hvítir. Svona er einfalt að misskilja hlutina, lesa sitt lítið af sínu úr hverju, túlka hluti á mismunandi hátt og í rauninni alveg fáránlega sáraeinfalt að hrapa að ályktunum, síns eigin að sjálfsögðu.
Við myndarlegi vorum annars að koma af Kex, snæddum prýðis máltíð og dilluðum okkur við dunandi jass. Sigurður Flosason þandi saxafóninn af sinni einstöku prýði svo unun var af að hlýða. Ekkert minna en dásamlegt.
Jæja, ég var svo sem ekkert mikið að velta mér upp úr þessu enda hinn Péturinn í lífi mínu hinn vænsti piltur og við búin að fá okkur kaffisopa saman og hrökkkex með osti og svona. Nema eitthvað barst þetta í tal okkar í millum síðdegis og þar sem ég stend fyrir aftan Pésa og horfi á fésbókina hans yfir öxlina á honum verður mér að orði: af hverju er statusinn minn á ensku?
P: Nú, þú skrifaðir hann á ensku
K: Nei, ég gerði það ekki neitt, þú ert bara búinn að þýða hann
P: Nei, ég gerði það ekki neitt og skil heldur ekkert af hverju þú varst að skrifa þetta á ensku fyrst þú ert að læra frönsku
K: Ég skrifaði þetta á frönsku!
P: Nei, þú sérð að þetta er á ensku!
K: Hvaða rugl er það eiginlega?!
Já krakkar mínir, hlutirnir eru aldrei bara svartir eða hvítir. Svona er einfalt að misskilja hlutina, lesa sitt lítið af sínu úr hverju, túlka hluti á mismunandi hátt og í rauninni alveg fáránlega sáraeinfalt að hrapa að ályktunum, síns eigin að sjálfsögðu.
Við myndarlegi vorum annars að koma af Kex, snæddum prýðis máltíð og dilluðum okkur við dunandi jass. Sigurður Flosason þandi saxafóninn af sinni einstöku prýði svo unun var af að hlýða. Ekkert minna en dásamlegt.
mánudagur, 11. september 2017
Lundi
Nei, ég er ekki að tala um lunda. Við myndarlegi vorum að koma úr fyrsta frönskutíma vetrarins (ekki getur maður sagt haustsins, er það?). Síðan við fórum í síðasta tímann í vor hafa kennslubækurnar, pennarnir, glósubækurnar, blýantarnir og strokleðrið legið óhreyfð í rauðu axlartöskunni minni. Fyrsti tíminn var notaður til upprifjunar. Eftir 4 mánaða hvíld frá bókunum verð ég nú bara að segja að við myndarlegi kunnum ennþá tölurnar og okkur gekk alveg hreint bærilega að kynna okkur. Af því það eruð þið get ég svo líka alveg viðurkennt að mér fannst mjög skemmtilegt að vera komin aftur í tíma, ég meina franska krakkar, franska, við erum að tala um langue francaise!
Fengum líka prýðis útskýringu á þessu með muninn á g og g, bagette og baguette og allt það enda fátt sem jafnast á við franska baguettu. Nema kamapavín auðvitað. Og kannski íslensk náttúra. Kannski.
Fengum líka prýðis útskýringu á þessu með muninn á g og g, bagette og baguette og allt það enda fátt sem jafnast á við franska baguettu. Nema kamapavín auðvitað. Og kannski íslensk náttúra. Kannski.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)