Var að panta Bóhemískan kvöldverð í heimahúsi í Montmartre í næstu viku. Líka búin að bóka kvöldverð í siglingu á Signu. Já, við myndarlegi siglum brátt í frí og nei, við ætlum ekki bara að sitja á rassinum og borða, erum líka bókuð í göngu um stræti Parísar (með tíu matar- og vínstoppum). Höfum einnig hugsað okkur að mæna á einhverja list, milli þess sem við mænum á hvort annað, og svolgra í okkur kampavíni á einhverjum grasblettinum í parc Buttes Chaumont.
Á eftir að vinna mér einhvern helling í haginn í vinnunni og reyni með veikum mætti að mana mig í áframhaldandi þrif hér á heimilinu. Nethangs og frídraumar eru bara svo miklu skemmtilegri. Þið skiljið mig alveg, er það ekki?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli