miðvikudagur, 29. ágúst 2012

Heimilisprýði síðan 1966

Eftir að hafa troðið okkur út af kjötbollum og kartöflum með brúnni sósu og rabbarbarasultu og skyri með rjómablöndu og berjum úr sveitinni leysti mamma okkur út með gjöfMamma fékk vasann að gjöf árið sem Hallveig systir fæddist og því ekkert skrýtið að mér finnist eins og vasinn hafi alltaf verið til þar sem hann var búinn að prýða heimili foreldra minna í níu ár áður en ég birtist.

Nú mun garmurinn prýða okkar heimili og hefur þegar gert sig heimakominn í félagsskap Veturliða og allra hinna tekk-aranna í borðstofunni.

Engin ummæli: