laugardagur, 11. ágúst 2012

Gleði

Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu. Ástin spyr því ekki um kynhneigð, húðlit, þyngd, háralit, aldur né fyrri störf. Ástin spyr ekki um neitt af því sem skapar stétt né stöðu. Stétt og staða er sköpuð af samfélagi. Samfélaginu okkar.
Ástin biður um kærleika og heiðarleika, -leikar sem samfélag ætti að vera skapað af. Ég vildi óska að samfélagið okkar væri skapað af samþykki sem af hlytist sátt, en ekki af umburðarlyndi sem sprottið er af fordómum.

Þess vegna ætla ég að spenna upp marglitu regnhlífina, arka með ástinni minni í bæinn, og taka þátt í þeirri gleði sem felst í því að samþykkja náungann eins og hann er.

1 ummæli:

Íris sagði...

Heyr, heyr :)