mánudagur, 27. ágúst 2012

Áratugur á áratugi ofan

Fórum í hádeginu og keyptum okkur sófasett, skenk og skáp. Stofurnar prýða nú 3 sófar, 4 stólar, hillusamstæða, skenkur, skápur, skrifborð, bókahillur, ruggustóll, 2 sófaborð og ég veit ekki hvað og hvað. Úir og grúir af 3. 4. 5. 6. 7. og 8. áratug í mublum og smáhlutum. Palísander, tekk, fura, beyki, handmálaður krossviður, keramík, gler og gylltir gips rammar. Í stöðu sem þessari er ekkert annað að gera en skála í Vintageog dást að art deco stúlkunni okkar.

Engin ummæli: