þriðjudagur, 18. október 2011

Stórundarlegasnarskrýtið

Fannst skrýtið að standa í matvörubúð rétt um níu að kvöldi að kaupa mjólk. Fannst líka skrýtið að vera afgreidd á kassa af stútungskarlmanni. Næstum jafn skrýtið og hvað lagið sem ég heyrði á leiðinni heim frá þessum skrýtnu uppákomum þeytti huga mínum aftur til FB. FB sem ég hugsa næstum aldrei um og tilheyrir e-m tíma sem ég kannast næstum ekki lengur við.

Til að gera skrýtna atrennu stórskrýtnari sá ég Sigurbjörgu Kötlu á Facebook þegar ég var svo komin heim. Og það var ekki ég. Ég er bara Katla þar. Síðast þegar ég fletti Sigurbjörgu Kötlu upp hjá Hagstofunni fékk ég sem fyrr að vita að ég væri sú eina. Þó er þessi nýja fædd 1996. Stórundarlega snarskrýtið en skemmtilegt og ég þarf að lesa 199 bls. af Nonna og Manna áður en ég fer að sofa fyrir krossapróf á morgun. Þrátt fyrir að fjarlægjast ansi margt er greinilegt að sumt breytist seint. Eða jafnvel aldrei.

Mætti halda ég væri enn í Fjölbraut í Breiðholti. Ef ekki væri fyrir fjarlægðina.

5 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Já þetta líf er stórskrýtið en samt svo bráðskemmtilegt líka.

Nafnlaus sagði...

Hahaha, ég er nokkuð viss um að stúlkan sú búi í sömu sýslu og ég.

Ég lenti í svona stórskrýtnu fyrir nokkrum árum. Það kom nýr starfsmaður á gamla vinnustaðinn minn og kynnti sig sem Eva. Ég er svosum ekkert óvön því að það séu til aðrar Evur og spurði hana því hvort að hún væri með millinafn. Nei, ekki svo gott, þannig að ég tjáði henni að ég væri Gunnarsdóttir. Ekki nógu gott, hún var það líka. Jæja þá, ég er fædd 1975 og taldi að það gæti nýst til aðgreiningar. Ekki heldur gott, hún var líka fædd ´75. Ég gufaði upp á nóinu...

Kveðja að norðan,
Eva

Íris sagði...

Bráðmerkilegt. Finn samt ekki alveg myndina af stútungskarlmanni í myndabók hugans :) Vona að prófið í Nonna og Manna hafi gengið vel, hvað ertu að læra?

Nafnlaus sagði...

Vel getur verið að stúlkan sé skráð Sigurbjörg K í þjóðskrá - skráin sú er ótrúlega ónákvæm með nöfn.

Frú Sigurbjörg sagði...

Eva; þín saga er snarundarlegri og miku skemmtilegri, næstum eins og lygasaga, þannig er lífið víst stundum líka: ótrúlegt en satt : ) Nafna mín sýnist mér að búi á Skagaströnd og til að tengja þetta enn frekar, þá var gömul pennavinkona mín (nú fésbókarvinkona) umsjónarkennarinn hennar.

Skarplega athugað Hildigunnur, þarf að kanna þetta betur.

Íris; ég er í íslensku áfanga sem fjallar um barnabókmenntir. Það var áhugavert að lesa Nonnabók eftir öll þessi ár. (Er reyndar líka í spænsku og frönsku, þó ekki barnabókmenntum.)

Svaní; : *