laugardagur, 29. október 2011

Sjónvarp & kaka?

Það rifjaðist upp fyrir mér þegar maður kom í Melabúðina í gær og spurði hvort þar fengist sjónvarpskaka, hvað það væri orðið hrikalega langt síðan ég hafði fengið sjónvarpsköku. Ég íhugaði að hringja í Hallveigu systur mína og biðja hana um að baka eina slíka, en fannst heldur langt að fara í kaffi alla leið til Ólafsvíkur. Ég fór því á netstúfana og fann þessa uppskrift. Ég átti nefninlega sjálf von á kaffigestum


Fyrsti sjónvarpskökubaksturinn myndast að minnsta kosti vel og ekki kvörtuðu Gulla og Brói, enda sómafólk mikið


Í dag keypti Gulla sér sinn árlega jólasvein sem bætist í myndarlegt safn af sveinkum. Þennan keypti hún handa mérÉg ætla að láta Gullu litlu standa á kommóðunni í forstofunni svo hún geti tekið á móti gestum með mér, hún er svo skemmtileg og prakkaraleg á svipinn, soldið eins og Gulla stóra.

Við erum því væntanlega formlega byrjuð að skreyta fyrir jólin hérna í Túninu.

Mikið sem það er annars dáyndislegt að þekkja skemmtilegt fólk.

6 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Takk fyrir þennan pistil, það var ljúft að lesa hann. Takk fyrir að taka svona vel á móti þeim:)

Frú Sigurbjörg sagði...

Foreldrar þínir eru yndislegar manneskjur Svanfríður, ánægjan var öll mín!

Nafnlaus sagði...

nauh átt þú líka systur sem heitir Hallveig? Gaman að sjá myndir af fólki og líka kökum, Freyja mín bakar einmitt gjarnan sjónvarpsköku :)

Frú Sigurbjörg sagði...

Jaá, elsta systir mín heitir Hallveig, skírð í höfuðið á ömmu sem aftur var skírð í höfuðið á landnámskonunni okkar. Sjónvarpskaka er svo góð, skrýtið að ég hafi ekki bakað hana áður eins og ég hef oft borðað hana af bestu lyst.

Íris sagði...

Fínn pistill, þú hefur fengið góða gesti í heimsókn. Ert þú ættuð frá Ólafsvík? Ég á ættir mínir að rekja þangað.

Nafnlaus sagði...

Takk takk þið bæði. Ég stóðst ekki freistinguna og bætti einum við. ussuss.....Ég verð örugglega sett í jólasveinabann. Það var yndislegt að heimsækja ykkur. Kveðja í kotið. Gulla