er ég kem heim úr vinnu, byrja ég á að kveikja á klakavélinni. Flesta aðra daga ríf ég mig úr brjóstahaldaranum og losa mig við skartið áður en ég leiði hugann að þeirri sömu vél. Í dag, er ég kom heim úr vinnu, reif ég mig úr öllu (brjóstahaldara og skarti þar með talið) og steypti yfir mig Marokkókjólnum góða sem ég klæddist alla dagana í Sahara eyðimörkinni þarna um árið. Var búin með hálft glas af frönsku hvítvíni og nokkuð margar blaðsíður af norskri skáldsögu er ég mundi eftir vélinni. Hentist að sjálfsögðu inní eldhús og stakk svartri snúrunni í samband, ýtti því næst á Power takkann. Meðan ég kláraði glasið af franska víninu og drakk í mig fleirri blaðsíður af norsku skáldsögunni heyrði ég klakana hrynja niður í vélina, alla leið útá verönd.
Sem betur fer. Ég beið nefninlega ekki eftir því að yfirmaður minn skipaði mér heim í kokteil á veröndinni í þetta sólskinssinnið heldur stökk ég sjálf uppúr vinnustólnum og kvaddi með þeim orðum að Cosmoinn biði mín.
Svo Cosmo varð það að vera Nei nei, það þarf engann klaka í glasið sjálft , hann fer allur í kokteilhristarann ásamt vodka (sítrusvodka segir uppskriftin en ég nota að sjálfsögðu einungis Kötluvodka), Cointreau, trönuberjasafa og limesafa. Kokteilglasið þarf reyndar að vera kælt.
Fyrir nánari sýnikennslu og smakk er ykkur velkomið að hafa samband við undirritaða í tölvupósti, síma eða kommentakerfi hér að neðan. Öllum fyrirspurnum verður svarað
Engin ummæli:
Skrifa ummæli