sunnudagur, 28. júní 2020

Svefnpokahjal

Fínasta fjölskylduútilega að Hlöðum í Hvalfirði að baki, prýðilegasta mæting og veður með besta móti; smávegis rok og síðan meira rok en sluppum að mestu við rigningu.

Svo einkennilega vill til að hin árlega fjölskylduútilega er jafngömul sambandi okkar Péturs, þ.e.a.s. þar til núna. Ég hafði oft á orði við Pétur að í flestum tilvikum stæði fjölskyldan við bakið á manni, ekki síst vegna blóðtengsla og sögu sem slíku fylgir. Það sama á hins vegar ekki við um maka; maka þarf að styðja, vökva og hlúa að ef þú vilt að makinn dvelji. 

Flest fórum við í sundlaugina á staðnum, sum oftar en einu sinni, örfá okkar gengu á Þyril, sumar prjónuðu, krakkarnir léku sér og ærsluðust líka. Öll átum við grillmat og flestir grillaða sykurpúða á eftir. Spjall og spaug, grín og glens, hlátur og alvara, samheldni og virðing, ást og þakklæti.

Að auki get ég sagt ykkur að það var fínt að sofa ein í svefnpoka.

Engin ummæli: