fimmtudagur, 25. maí 2017

Hjól og teipaður plastpoki

Á frídegi sem þessum teymdi ég fákinn út úr skúrnum og hjólaði í vinnuna. Það er auðvitað engin hemja að konan skuli snattast svona til einhvers kaupmanns á horninu eftir kjötsneið meðan hálf þjóðin berst um kerrur í Kostkó en mikið sem það er gaman að hjóla. Svo gaman að stíga fast á pedalana í háum gír, hjóla með rokið í fanginu, renna á miklum hraða niður brekkur, finna þytinn í eyrunum. Svo ekki gaman að fá flugu í augað, báðar á fullri ferð. Getið sveiað ykkur uppá að því langar mig ekki til að lenda í aftur.

Í dag aðstoðaði ég líka eiginmanninn við að teipa plastpoka utan um viðgerða hnéið á honum. Það sem karlhróið gladdist við að komast í sturtu eftir x daga frá aðgerð. 

Sælir eru einfaldir, ég segi ykkur það satt.

Engin ummæli: