þriðjudagur, 28. mars 2017

Morgunblástur

Eftir allt vesenið með hárblásarann í gærmorgun íhugaði ég að sleppa sturtunni og leyfa bara morgungreiðslunni að njóta sín











Grafa upp hárspreyið sem ég veit að ég á einhversstaðar og stífspreyja lokkana svo þeir myndu halda sér út daginn











Afréð þó að lokum að þriðjudagsmorgun í mars væri ekki heppilegur til að storka bæði örlögunum og rútínunni. Eftir sturtuna afréð ég líka að prufa að stinga græjunni svona eins og einu sinni enn í samband; höggborshljóðið hóf upp sína raust en í stað hitafnyksins gaus eingöngu upp megn brunastækja. Hárlubbinn fær því að leika lausum hala í dag. Hef einsett mér að setja þennan svip upp í hvert sinn sem einhver rekur inn nefið á skrifstofuna
    
Minnir frúin ykkur á einhvern?
Reynið þið svo að vera prúð í dag elskurnar, legg ekki meira á ykkur.

Engin ummæli: