föstudagur, 17. mars 2017

Je voudrais un paquet café noir, s'il vous plaît.



Elda vinkona okkar veit að við myndarlegi erum að læra frönsku. Núna tekur hún ekki annað í mál en að við pöntum hjá henni kaffið á frönsku og ekkert nema frönsku. Við gerum okkar besta, auðmjúk og bljúg, enda óhugsandi fyrir okkur að fara inn í helgina án bestu bauna landsins. Þó víðar væri leitað.

Laaaangþráð helgi upp runnin. Ekki það að yfirleitt finnst mér bara vera mánudagur og svo er aftur kominn föstudagur. Þessi tiltekna helgi er laaaangþráð fyrir þær sakir að við myndarlegi erum ekki með nein plön, nema þá helst AFSLÖPPUN og LETI, haugaleti jafnvel. Og kaffidrykkja, mais oui bien sûr.

Hvað er annars málið með þetta fössari ? Má ég þá heldur biðja um vendredi.

Engin ummæli: