þriðjudagur, 20. september 2016

Skellti mér í sjóinn með skæslega þýska fjóreykinu frá í fyrrakvöld


Eiginmaðurinn er ekki enn búinn með trópícal safann svo ég ákvað að gefa honum einn sjéns enn (safanum, ekki karlinum). Í fylgd með vodka, þurrum martíní og Passóa verður til kokteill sem ber það frumlega heiti Ástríðudraumur, skítsæmilegur en ekki mikið meira en það. Trópíkal safinn hefur hér með fengið lokasjénsinn hjá mér.

Hafsjór af fantasíum geymir fáa, jafnvel enga, slagara. Helst Verð að fara heim sem einhver hlustandi gæti kannast við. Engin póstkort að finna í þessu tvöfalda plötuumslagi, hins vegar er að hægt að opna það uppá þessa glæsilegu gátt af fegurð og lekkerheit


Það merkilega við þessa plötu er þó líklega sú staðreynd að mamma átti hana ekki heldur fékk ég hana gefins frá gömlum kærasta. Í innra plötuumslagið hefur hann skrifað í góðri trú; frá þínum að eilýfu. Að sjálfsögðu entist það ekki rassgat, það er heldur ekki til nein eilýfð.

Engin ummæli: