föstudagur, 30. september 2016

Beyoncé bjargaði mér í morgun.

Dagsatt. Við myndarlegi erum búin að kaupa okkur nýjan bíl. Næstum því glænýjan (allavega á okkar mælikvarða). Í morgun þurfti ég að skafa framrúðuna. Nema hvað, sköfurnar okkar eru ennþá í gamla bílnum sem þessa stundina er staddur í Ólafsvík. Gullkerran, 16 ára gömul, er í yfirhalningu hjá föður mínum. Það kom sér því aldeilis vel að hafa Beyoncé tiltæka í nýja bílnum. Var að vísu smá rönd eftir ofarlega fyrir miðri rúðu en það var ekki geisladiskahulstrinu um að kenna heldur hæð frúarinnar, nýji bíllinn er nefnilega smájeppi svo kallaður, sem kallaði fram smæð frúarinnar í þessu tiltekna tilviki.

Legg ekki meira á ykkur elskurnar, stórar sem smáar.

Engin ummæli: