Það er ekki bara útlitið sem myndarlegi maðurinn minn hefur með sér, honum er margt til lista lagt. Og já, lysta líka. Hann er nefninlega fjári fínn kokkur. Þykir skemmtilegast að elda upp úr sér og á satt best að segja ekki gott með að gera bara eins og uppskrift segir til um. Galdrar fram kryddblöndur úr kryddum sem hann þurrkar sjálfur, hristir fram úr erminni eðal brauð sem hann hnoðar í eins og atvinnubakari og eldar dýrindis máltíðir í rólegheitum fyrir matargesti eins og það sé jafn einfalt og að sötra eitt rauðvínsglas í mestu makindum.
Eftir að hafa marga kjötbolluna sopið (formað, steikt og etið) skilst mér að manninum hafi tekist að toppa sjálfan sig með beztu kjötbollum sem hann hefur á áratuga ferli sínum í matseld mótað, steikt og borðað. Mér skilst að samsetning og magn krydda hafi gert trixið. Sjálf var ég hæstánægð með fetaostinn sem gægðist út úr bollunum og kitlaði ánægða bragðlauka
Merkilegt hvað margt gott kemur upp úr rauðhærðum slána sem alinn er upp á Hvolsvelli.
2 ummæli:
Hvolsvöllur er málið mín kæra. Bestust í bæinn frá okkur Bróa
Það fer allavega ekki á milli mála að þessi maður er eðaleintak :-)
Skrifa ummæli