sunnudagur, 23. febrúar 2014

Kona fór á bókamarkað í dag

"Nei, þú þarft ekki annan Kundera, þú ert þó ekki búin að gleyma þessum þremur sem þú keyptir á síðasta bókamarkaði eftir hann sem eru allar enn í plastinu" hvíslaði hún að sjálfri sér. "Góða láttu ekki eins og þig vanti þessa skruddu eftir hana Vigdísi Gríms, þú sem átt þær svo gott sem allar" tuldraði hún í barminn.

Full af festu og ákveðni valdi konan aðeins þær tvær bækur sem kitluðu hjarta hennar hvað mest á markaðnum


Jú, það má svo sem vera að eldhúsið sé vel klyfjað kokkabókum og að Hodja vinur hennar hafi ratað með henni heim frá Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum, en það er jú konudagurinn í dag svo kona gerir það sem kona vil gera. 
Og hana nú!

Engin ummæli: