fimmtudagur, 20. mars 2014

Hálfur nakinn sannleikur

Skaust aftur niður á neðri hæðina eftir sturtuna í morgun. Ekki búin að brjóta saman úr balanum. "Fannst þér öruggara að fara í brjóstahaldara" spurði sá myndarlegi sem sat og brosti að kærustunni við morgunverðarborðið. "Já" svaraði ég komin með hreinar nærbuxur í hendurnar "þó það sé líklega ekki þörf á því, afar ólíklegt að þeir komi tvo daga í röð til að tæma ruslið." Með enn breiðara brosi svaraði sá myndarlegi; "þeir voru nú bara að tæma bláu tunnuna í gær."

Átti útrunnið rauðrófu, epla- og piparrótarchutney sem ég smellti á svínalund sem ég síðan skellti inn í ofn ásamt rest af sætri kartöflu. Ég braut líka saman og gekk frá þvottinum. 
Þar hafið þið það. 

Engin ummæli: