mánudagur, 24. mars 2014

Malt í kássunni

Vorum vakin með látum af morgunútvarpinu með fréttum af vitfirrtum Rússlandsforseta, slagsmálum í miðbæ borgarinnar og ófærð og snjóflóð á vegum landsins. Meiri lætin alltaf í þessu blessaða mannfólki. Já, og veðri líka sem þó er einfaldara að sætta sig við en grimmd mannskepnunnar.

Sjálf var ég spök um helgina sem leið með nefið á kafi ofan í bók. Rétt leit upp til að sýna samstöðu á samstöðufundi, elda kjúklingarétt frá Palestínu, hella kaffi ofan í foreldra mína, baka marengs, sjóða kartöflur í mjólk og bræða súkkulaði í malti. Nærandi og styrkjandi. Gefur hraustlegt og gott útlit. Bætir meltinguna. 
Þar hafið þið það. 

2 ummæli:

ella sagði...

Skemmtileg matreiðsla.

Guðlaug sagði...

Hvurslag, hvurslag með kærri í kotið frá okkur Bróa