- farið í rómantíska ferð með ástinni minni og keypt mér rauða húfu
- farið í göngutúr með hund og heilsað upp á geitina Elvis
- kíkt á gluggana í rjómabúi og labbað að vita
- heimsótt kæra bloggvinkonu og Húsið á Eyrarbakka
- farið fleiri ferðir í Húsasmiðjuna en ég kæri mig um að muna
- fylgst með þeim myndarlega mála stofurnar og íhugað að bjóða fram krafta mína
- horft á systurdóttur mína dansa í Borgarleikhúsinu
- farið í appelsínugulu hælaskóna mína af því dagatalið sagði að sumarið væri komið
- vafið treflinum þéttar um hálsinn á mér því það er ennþá bara vor
- mótmælt mannréttindabrotum í Kína
- séð þunglynda dramatík og stúlku gráta í leikhúsinu eftir stórleik allra leikarana
- lesið bækur jafn mikið og ég hef verið löt (eða öfugt)
- farið á Laxness tónleika og sænskan Laxnes í bíó
- keypt nýju ljóðabókina hans Braga
- bakað sömu súkkulaðikökuna tvisvar
- farið aftur í leikhús og botnað hvorki upp né niður í verkinu
- leyft tilfinningum að leiða mig
Í dag fórum við eina ferðina enn í Húsasmiðjuna, helltum upp á ósköpin öll af kaffi fyrir gesti og gest og fylgdumst með veröndinni hverfa.
Ef vinnuvikurnar hefðu ekki verið svona stuttar undanfarið veit ég hreint ekki hvort ég hefði haft tíma til að vinna.
8 ummæli:
Ég er svo ánægð fyrir þína hönd að þú skulir vera svona ástfangin og að þið séuð svona miklar TURTILDÚFUR :) <3
Knús í hús :)
Ykkar
Mía :)
Þið sitjið ekki aðgerðarlaus. Þetta hljomar allt voðalega vel :)
Búið að vera og er frábærlega skemmtilegt ferli Íris, en þegar við vorum spurð í gær hvort við ætluðum svo að ráðast í efri hæðina þá varð svarið; nei. Þetta fer alveg að verða gott. Í bili : )
Mía; lovejú!!!
Lífið er dásamlegt og þið kunnið að njóta þess, haldið áfram á þessari braut. <3
Þetta er bara dásamleg lesning Katla mín. Haldið áfram að njóta hvers annars og þess sem þið eruð að fást við. Svona á lífið að vera.
Kær kveðja.
Æ þetta árri auðvitað að vera hvors annars.
Þú hefur gert heilmikið yndislegt með kærri kærri í bæinn frá okkur Bróa
Takk kæru bloggvinkonur mínar : )
Skrifa ummæli