mánudagur, 14. maí 2012

Einhenti mér í

brauðbakstur og súpugerð eftir vinnu meðan norðangarrinn blés og stundi. Sá myndarlegi stundi með alvörugefnum svip yfir meðferð garrans á garðinum. Þegar dramatíkin stóð sem hæst og sá myndarlegi lýsti því yfir að allar plönturnar, grasið, tréin og snúrustaurinn væru dauð, fannst mér tilvalið að grafa upp þá hugmynd mína að helluleggja bara bévítans garðinn. Sá myndarlegi grét þurrum tárum yfir rifsberjarunnunum. Útlýsti með rámri röddu að sultukrukkurnar yrðu líklegast tómar í ár. Ég tuldraði því bara ofan í súpuna þetta með tennisvöllinn og barði hugmyndina um sundlaugina ofan í deigið.

Ojæja, ég er allavega fegin að ég fór í lopapeysu í vinnuna í morgun.

3 ummæli:

Hildigunnur sagði...

blómin á rifsinu mínu eru öll lin en ég held þau komi samt mögulega til. Sýrenan er samt alveg kolbrunnin :(

Frú Sigurbjörg sagði...

Hefur þú íhugað að helluleggja garðinn þinn?? : D
Annars vona ég það komi e-r ber til með að spretta á þessum lúpulega rifsberjarunna svo sá myndarlegi gráti ekki alvöru tárum í ágúst þegar hann er vanur að sulta...

ella sagði...

Mesti munur að þurfa ekkert að hafa áhyggjur að laufguðum runnum. Mínar plöntur telja vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig og æða ekki af stað fyrr en þær eru nokkuð vissar.