sunnudagur, 13. maí 2012

Hvað er líkt með karlmönnum og svínum?

"Bæði lykta og éta allt sem að kjafti kemur" heyrði ég barnsrödd segja í hverfisbúðinni í dag. Sneri mér við og sá stúlku á að giska 9 ára þylja þessa speki fyrir yngri bróðir af gjafakorti sem væntanlega eru til sölu í versluninni.

Fyrr um daginn las ég þessa færslu sem gladdi mitt litla hjarta. Mig skortir nefnilega þennan húmor fyrir mismun kynjanna. Eða nei, ég er gersneydd þessum húmor fyrir mismun kynjanna, skortir hann ekki rassgat og langar ekki vitund í hann.

Þannig er það.

Engin ummæli: