þriðjudagur, 15. maí 2012

Áður en ég hóf lestur

á þeirri frönsku gleypti ég þessa í migÞegar ég segi gleypti þá meina ég gleypti. Ef ég hefði ekki neyðst til að mæta í vinnuna hefði ég lesið hana í einum rykk. Spyrjið þann myndarlega ef þið trúið mér ekki.

Nú er stóra spurningin hvort ég eigi að nenna að sjá myndina, vitandi það að myndirnar ná aldrei að verða jafn góðar og bækurnar, því ekki bara finnst mér bókin góð heldur stórgóð. Eru e-r lesendur hér sem hafa lesið bókina og séð myndina? Er myndin góð eða stórgóð?

Þýðir ekkert að spyrja þann myndarlega um það.

5 ummæli:

Íris sagði...

Las þessa á norsku og fannst hún góð, tók smá tíma að komast í gegnum hana. Hefði sennilega gleypt hana í mig á íslensku :) Hef ekki séð myndina ennþá

Nafnlaus sagði...

myndin var stórgóð, er rétt byrjuð á bókinni en ég tel myndina það góða að vert sé að eyða tíma yfir henni og það með þeim myndarlega :O) xxx stóra siss

Frú Sigurbjörg sagði...

Íris, við verðum greinilega að sjá ræmuna : )

Alltaf got að eyða tíma með þeim myndarlega systir góð ; )

Íris sagði...

Kannski eg reyni að finna mer tima um helgina til að sja ræmuna :)

Nafnlaus sagði...

Las bókina í einum rykk og þori ekki að horfa á myndina. Þið eruð best með kærri frá okkur Bróa.