fór ég og lét fjarlægja nokkra fæðingabletti. Fyrir vikið má ég ekki fara í bað og varð að kaupa plastlausan sáraplástur, sem límist á húðina eins og marglytta. Skemmtileg verðlaun það. Læknirinn sagði ég mætti bara fara í snögga sturtu í 10 daga á eftir. Snögga sturtu?! Ég veit ekki einu sinni hvað það er. Síðan þá, og eftir útskýringar á fyrirbærinu frá þeim myndarlega, hef ég reynt þessa svo kölluðu "snöggu sturtu". Ég hef líka farið tvisvar í bað með vatn upp á mjaðmir. Það er ekki sama fúttið í því og alvöru baðferð.
Í baði er hægt að gera svo margt skemmtilegt:
- hlusta á tónlist og syngja hátt með
- hlægja að prumpukúlum
- lesa bók
- láta sig dreyma
- leggja sig
- drekka rauðvín
- æfa ýmyndaðar aríur
- vefja handleggjum og fótleggjum utan um ástina sína
- fá viskhendur
- skvampa freyðibaðsfroðu við kertaljós
- tala í símann
- hlægja að prumpukúlum
- lesa bók
- láta sig dreyma
- leggja sig
- drekka rauðvín
- æfa ýmyndaðar aríur
- vefja handleggjum og fótleggjum utan um ástina sína
- fá viskhendur
- skvampa freyðibaðsfroðu við kertaljós
- tala í símann
Einu sinni neyddist ég til að fara í bað í gallabuxum. Það hafði ekkert með fæðingabletti að gera.
4 ummæli:
Viskhendur? Er það eins og rúsínuputtar?
Akkúrat Unnur, fékstu rúsínuputta og viskhendur í hafmeyjulóninu þínu?
Bað í gallabuxum hljómar áhugavert :)
kv Íris Gíslad
Í minningunni er tilfinningin kjánaleg og það er ekki auðvelt að klæða sig úr rennblautum gallabuxum. En neyðin kennir líka hálfnöktum konum...
Hvað er annars að gerast með bloggið þitt Íris? Ertu ekki alveg að fara að byrja aftur??
Skrifa ummæli